Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla

Gleðilegt ár elsku dætur mínar, barnabörn vinir og ættingjar og takk fyrir þau liðnu.  Þrátt fyrir bölmóð og svartsýnishjal í öllum fjölmiðlum er ég bara bjartsýn á nýja árið.  Ég setti mér tvö áramótaheit fyrir mig persónulega og eitt sem varðar leikskólann minn.  Svo nú er ekki annað að gera en bretta upp ermar og láta hendur standa fram úr ermum.  Ég læt það ógert að setja þau fram hér... hef þau heldur skrifuð á öðrum stöðum. 

Ég ætlaði að setja inn nokkrar jóla og áramótamyndir en þetta tekur allt svo langan tíma að ég held að það verið að bíða aðeins.

Hetjur

Þessi er tekin í Grímsnesinu fyrir jól.. þvílíkar hetjur

 ágúst 08 006

Sveinbjörg fékk gítar og heyrnartól..... ekki langt að sækja það ...

 Skötuhjúin

Við skötuhjúin við brennuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Elsku Heiða,

gleðilegt nýtt ár, með þökk fyrir gömlu árin, kveðja til bóndans,  yndislegt að sjá ekta brennu eins og maður þekkir best.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2009 kl. 00:39

2 identicon

Hvaða hetjur eru þetta þarna í snjónum??

kv Dídí

Ásdís Ó (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 11:25

3 identicon

Búin að fatta það :)

 kv Dídí blondína

Ásdís Ó (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 11:32

4 identicon

Sömuleiðis elsku systir. Vonandi sjáumst við nú bara bráðlega á nýja árinu

kv. Diljá

Diljá (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 54929

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband