FO- 95 til Eyja

Ég fór í aðra Vestmannaeyjaferðina mína þetta sumar 5. júní.  Á sjálfa sjómannadagshelgina.

Nú fór ég með úrvalskonum sem voru með mér í  Fo - 95 í leikskólakennaranáminu.  Fo er stytting af Fósturskólinn og 95 átalið þegar við hófum námið.  

DSC 0003 1

Við vorum fjögur  ár í fjarnámi. blóð, sviti, tár, fórnir og adrenalín ....... Við byrjuðum í Fósturskólanum  en útskrifuðumst úr KÍ 1999.  Við vorum 32 í hópnum og 16 sem fórum til Eyja að heimsækja Emmu og Öggu sem þar eru búsettar.  Ég flaug frá Bakka þar sem ég er ekki nema um 20 mínútur að keyra þangað og flugið tekur aðeins  7 mín.  Við Sigrún Björk fórum  með þessu flugi og áætluðum að vera komnar á undan hinu sem voru væntanlegar  til Eyja um kl 15.00.  En það fór  svo að fluginu seinkaði og við rétt náðum á bryggjuna til að taka á móti þeim. 

Eyfjaferð Fo 95 002

Við byrjuðum á að fara í bæinn, skoða í búðir og kaupa pylsu á Kletti. Hvað annað.

Við gistum í Hreiðrinu og Hrafnabjörgum.  Höfðum Hrafnabjörgin alveg fyrir okkur, uppábúni rúm og morgunverður.  Það var alveg frábært.. mæli með því.

Föstudagskvöldinu eyddum við hjá Emmu sem hafði eldað handa okkur dýrindis súpu.. (Emma mig vanta uppskriftina.. fín sveitasúpa þegar metta þarf marga munna).

 Eyfjaferð Fo 95 007  FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 002

Þar notuðum við tækifæri og sögðum hver annarri hvað á daga okkar hefur drifið síðan við hittumst síðast.  Mér finnst við Sigrún Ásta hafa toppa þar allar sögur!!! . 

Eyfjaferð Fo 95 008 Eyfjaferð Fo 95 012

Uppúr miðnætti vildi Sallý “fara að gera eitthvað” og ég var auðvitað til í það vitandi að einir skemmtilegustu tónlistamenn eyjanna að spila í Akoges með Magnúsi Eyríkssyni.  Eitthvað voru stelpurnar tregar að borga sig inn þegar tónleikarnir voru langt komnir en Árnir Johnsen bauð þeim þá í salinn, sem betur fer því ég taldi nauðsynlegt að þær fengu smá þef að alvöru eyjastemningu.  Það klikkaði ekki get ég sagt ykkur því þegar þeir tóku rússneska slaga fór sumar að dansa kósakkadansa eins og forðum þegar við fórum í útskriftaferð til Rússlands.

Eyfjaferð Fo 95 017 Eyfjaferð Fo-95 013

Það var langt liðið á nótt þegar við trítluðum heim og lögðumst í bólið spenntar fyrir öðrum frábærum degi. 

Það var ekki að spyrja að því .. allar á komnar á fætur fyrir klukkan tíu... Emma kom með Lilju sem hafið flogið frá Akureyri til þess að vera með okkur..

Eitt gott klapp fyrir hana.

Við fengum okkur morgunverð sem einhver úr hópnum fannst vera svolítið þýskur.. engin furða annar eigandi gistiheimilisins er einmitt frábær þýsk kona.

En við byrjuðum á að fara á bíó um eldgosið í Eyjum og uppbygginguna eftir það.  Það er frábært að byrja á því að fara með fólk að horfa á þessir myndir áður en farið er í bíltúr um Eyjuna.  Fólk áttar sig betur á því sem raunverulega gerðist í Vestmannaeyjum 1973.  Efir myndin var farið í smá búðaráp og svo í bíltúrinn. Sigurgeir Scheving ók okkur um og við feðginin skiptust á að segja frá því sem fyrir bar.  Honum pabba finnst nú ekkert leiðinlegt að vera með fulla rútu af skemmtilegum konum. En það var svo mikið að skoða og tala að við vorum ekki búnar með rúntinn þegar  það var komin tími til að far niður á bryggju og fara hringferð í kringum eyjuna með Víking.

FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 091  FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 085

Það var yndislegt veður og bátsferðin alveg geggjuð og endaði með saxafónleik í Klettshelli.  Það eru mörg ár síðan ég fór allan hringinn og mér fannst það alveg frábært. Efir bátsferðina kláruðum við bíltúrinn í Gaujulund, Stafkirkjuna og Eldheima. 

Vegna þess að það var sjómannadagurinn og mikið um að vera þurftum við að vera mættar ekki seinna en klukkan sjö að borða í salnum sem við höfðum tekið á leigu fyrir okkur.  Við vissum sem varð að það var best fyrir okkur að vera sér þegar við færum að rifja upp gamlar sögur og leiki.

 FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 135  FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173

FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206  FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202

En kvöldið var ein skemmtun og endaði á sjómannadagsballi með Á móti sól langt fram á morgun og er efni í aðra jafnlanga ef ekki lengri frásögn. En kæru skólasystur takk fyrir frábæra helgi.  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir þessa samantekt í máli og myndum. Jeminn ég væri alveg til í að fara aftur næstu helgi með ykkur - þetta var frábært alveg. kv Raggý

Ragnheiður Valgarðsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 10:30

2 identicon

Takk elsku Heiða,

þetta er alveg frábær samantekt hjá þér. Vildi að þið væruð að koma út í Eyjar aftur þetta var svo skemmtilegt.  Kokkurinn okkar bað að heilsa ykkur.

Já, ég ef ekki að þið Sigrún Ásta toppið ekki allar sögur. enda konur með reynalu.  Önnur stundar að fara með nema á Vog, hin að fara´í barna afmæli hjá erlendum leikskóla börnum.  EN þrátt fyrir allt erum við lang flottastar,

Knús Emma V'idó

Emma Hinrika Sigurgerisdóttir(Vídó) (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband