Gleðilega hátíð

Gleðilega hátíð kæru vinir og ættingjar.  Jólin eru búin að vera mikið notaleg í ár.  Á milli þess sem ég hef sett matinn  á borðið hef ég fært mig á milli sófa í húsinu  til að lesa, hlusta á tónlist eða horfa á sjónvarpið.  Nema ég er búin að prufa jólagjöfina sem ég óskaði mér og fékk....  stig-vél.. Nú er ég komin með þessa fínu líkamsræktarstöð heima, stig-vélina uppi og pottinn á pallinum svo það duga mér engar afsakanir lengur.

Ég hef smá samviskubit að hafa ekki drattast út í fjós með honum Magnúsi mínum.. en það er  bót í máli að Jónas hefur verið með honum..Er ekki sagt að kýrnar fái mál á nýársnótt..  kannsi ég fari og taki smá rispu þar í dag og taki til fyrir áramótagleði  þeirra ..  og það væri ekki úr vegi að nota tækifærið og spjalla aðeins við þær.. kannski að biðja þær að vera ögn hreinlegri.. .. ..

En hafið það gott sem eftir lifir af hátíð ljós og friðar.

Ykkar Heiða Björg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 54929

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband