15.6.2009 | 22:34
FO- 95 til Eyja
Ég fór í aðra Vestmannaeyjaferðina mína þetta sumar 5. júní. Á sjálfa sjómannadagshelgina.
Nú fór ég með úrvalskonum sem voru með mér í Fo - 95 í leikskólakennaranáminu. Fo er stytting af Fósturskólinn og 95 átalið þegar við hófum námið.
Við vorum fjögur ár í fjarnámi. blóð, sviti, tár, fórnir og adrenalín ....... Við byrjuðum í Fósturskólanum en útskrifuðumst úr KÍ 1999. Við vorum 32 í hópnum og 16 sem fórum til Eyja að heimsækja Emmu og Öggu sem þar eru búsettar. Ég flaug frá Bakka þar sem ég er ekki nema um 20 mínútur að keyra þangað og flugið tekur aðeins 7 mín. Við Sigrún Björk fórum með þessu flugi og áætluðum að vera komnar á undan hinu sem voru væntanlegar til Eyja um kl 15.00. En það fór svo að fluginu seinkaði og við rétt náðum á bryggjuna til að taka á móti þeim.
Við byrjuðum á að fara í bæinn, skoða í búðir og kaupa pylsu á Kletti. Hvað annað.
Við gistum í Hreiðrinu og Hrafnabjörgum. Höfðum Hrafnabjörgin alveg fyrir okkur, uppábúni rúm og morgunverður. Það var alveg frábært.. mæli með því.
Föstudagskvöldinu eyddum við hjá Emmu sem hafði eldað handa okkur dýrindis súpu.. (Emma mig vanta uppskriftina.. fín sveitasúpa þegar metta þarf marga munna).
Þar notuðum við tækifæri og sögðum hver annarri hvað á daga okkar hefur drifið síðan við hittumst síðast. Mér finnst við Sigrún Ásta hafa toppa þar allar sögur!!! .
Uppúr miðnætti vildi Sallý fara að gera eitthvað og ég var auðvitað til í það vitandi að einir skemmtilegustu tónlistamenn eyjanna að spila í Akoges með Magnúsi Eyríkssyni. Eitthvað voru stelpurnar tregar að borga sig inn þegar tónleikarnir voru langt komnir en Árnir Johnsen bauð þeim þá í salinn, sem betur fer því ég taldi nauðsynlegt að þær fengu smá þef að alvöru eyjastemningu. Það klikkaði ekki get ég sagt ykkur því þegar þeir tóku rússneska slaga fór sumar að dansa kósakkadansa eins og forðum þegar við fórum í útskriftaferð til Rússlands.
Það var langt liðið á nótt þegar við trítluðum heim og lögðumst í bólið spenntar fyrir öðrum frábærum degi.
Það var ekki að spyrja að því .. allar á komnar á fætur fyrir klukkan tíu... Emma kom með Lilju sem hafið flogið frá Akureyri til þess að vera með okkur..
Eitt gott klapp fyrir hana.
Við fengum okkur morgunverð sem einhver úr hópnum fannst vera svolítið þýskur.. engin furða annar eigandi gistiheimilisins er einmitt frábær þýsk kona.
En við byrjuðum á að fara á bíó um eldgosið í Eyjum og uppbygginguna eftir það. Það er frábært að byrja á því að fara með fólk að horfa á þessir myndir áður en farið er í bíltúr um Eyjuna. Fólk áttar sig betur á því sem raunverulega gerðist í Vestmannaeyjum 1973. Efir myndin var farið í smá búðaráp og svo í bíltúrinn. Sigurgeir Scheving ók okkur um og við feðginin skiptust á að segja frá því sem fyrir bar. Honum pabba finnst nú ekkert leiðinlegt að vera með fulla rútu af skemmtilegum konum. En það var svo mikið að skoða og tala að við vorum ekki búnar með rúntinn þegar það var komin tími til að far niður á bryggju og fara hringferð í kringum eyjuna með Víking.
Það var yndislegt veður og bátsferðin alveg geggjuð og endaði með saxafónleik í Klettshelli. Það eru mörg ár síðan ég fór allan hringinn og mér fannst það alveg frábært. Efir bátsferðina kláruðum við bíltúrinn í Gaujulund, Stafkirkjuna og Eldheima.
Vegna þess að það var sjómannadagurinn og mikið um að vera þurftum við að vera mættar ekki seinna en klukkan sjö að borða í salnum sem við höfðum tekið á leigu fyrir okkur. Við vissum sem varð að það var best fyrir okkur að vera sér þegar við færum að rifja upp gamlar sögur og leiki.
En kvöldið var ein skemmtun og endaði á sjómannadagsballi með Á móti sól langt fram á morgun og er efni í aðra jafnlanga ef ekki lengri frásögn. En kæru skólasystur takk fyrir frábæra helgi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2009 | 20:29
Afmæli Tobbu
Við vinkonurnar skemmtilegustu konur á Íslandi komum einni úr hópnum okkar já ég vil segja skemmtilega á óvart um helgina. Tobba bauð okkur veislu í tilefni þess að hún var enn 49 ára og þetta voru allra síðustu forvoð. En Tobba er líklega hógværust og rólegust af okkur vinkonunum. Við erum báðar í tvíburamerkinu, en þeir sem eru fæddir undir þeim stjörnum eru taldir vera nokkuð marbrotnir persónuleikar, jafnvel tvær eða fleiri persónur. Þegar við vorum yngri við Tobba töluðum við oft um að ég væri önnur persónan en hún hin. Mjög ólíkar en gátum ekki af hvor annarri séð.
Nú hvað gerist þá þegar hún vill halda ör-boð eins og hún segir sjálf og bjóða aðeins okkur vinkonunum í 7 together and one dry í mat í útilegu.. sem hún elskar að vera í með Hauki sínum. Við hinar tökum til okkar ráða. Þar sem ég á ekki auðvelt með að fara að heiman með bóndann minn þá var ákveðið að halda þessa útilegu hér á Hvassafelli. En við erum líka með þetta fína samkomuhús sem við erum að dunda við að gera upp þannig að veðrið skiptir ekki öllu máli. En komum okkur að aðalefninu það er þessu óvænta. Við tókum okkur til og buðum börnum Þeirra Tobbu og Hauks systkinum þeirra og foreldrum að koma líka og taka þátt í gleði okkar á þeirra vitundar.
Um þrjú byrjað afmælið formlega þegar afmælisbarnið bauð okkur freyðivín og jarðaber. Þar las hún fyrir okkur úr bréfi sem hún sendi vinkonu sinni fyrir 36 árum... í bréfinu segir á einum stað orðrétt ég er enn með Hauk ég love him so muds
Síðan skildu leiðir þeirra i 15 ár eða þangað til hann bankað uppá 29 maí fyrir 21 ári og sagði manstu eftir mér Þetta er nú efni í aðra sögu en í stuttu máli hafa þau ekki mátt af hvoru sjá síðan.
Við vorum búin að sitja á flötinni í smá tíma þegar bílalest kemur akandi eftir suðurlandvegi þeytandi flautur og veifandi blöðrum og fánum. Það var óborganlegur svipur á vinkonu okkar og ekki síður á manni hennar. Hann hentist inn í hjólhýsi.. taldi lærin, fyrst eitt kom svo út... aftur inn taldi næsta og kom út, hristi hausinn og inn í þriðja sinn og taldi síðasta lærið sem hann var með .. kom út og sagði ég er ekki með nóg mat.. En auðvitað vorum við búnar að kaupa fleiri læri þegar ég fékk loks út úr henni Tobbu hvaða mat hún ætlað að bjóða okkur..
En þetta var frábært kvöld við borðuðum í gamla fjósinu sem hlotið hefur nafnið Vil-Borg til heiðurs húsfreyjunni hér til 60 ára. Þetta var frábært veisla sem endaði með vínilplötu diskói og fjöldasöng enda með flotta gítarleikara og eðal söngkonur þær Dísu og Kötu vinkonur okkar.
Við skemmtum okkur konungleg eins og alltaf þegar við hittumst. Ég held að við séum allar sammála því að vinátta okkar er einstök og ómetanleg. Þetta eru ekki bara skemmtilegustu konur á Íslandi... þetta eru líka bestu vinkonur á Íslandi.
Vinir og fjölskylda | Breytt 3.6.2009 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2009 | 22:33
Vorið er komið
Vorið er komið undir Eyjafjöllum. Tún eru orðin græn og sauðburður langt komin , allavega á bæjunum í kringum mig. Við Magnús erum ekki með sauðfé en eins og ég sagði frá hér í fyrravor þá gáfu Varmahlíðarfjölskyldan mér lamb. Sem gengur undir nafninu Anna Heiða. Þ.e. fyrri nöfn okkar Önnu Birnu, sýslumanns og fjárbónda. Það stóð til að Anna Heiða fjölgaði sér og þá um leið í fjárstofni mínum. En nýjustu rannsóknir á Önnu Heiðu hafa leitt í ljós að líklega er hún geld. Það er alveg merkilegt hvað fé vill illa til mín. Peningar hafa aldrei sótt í mína buddu. Ég hef alltaf þurft að afla þeirra með vinnu. Aldrei fengið lotto eða vinning í happadrætti. Ég var farin að horfa ágirndaraugum á verðhækkun á íbúðinni minn og var farin að leggja drög að því að selja hana og kaupa mér hlutabréf og vera virk í vitleysunni sem nú hefur tröllriðið íslensku þjóðinni. Mér til happs tókst það ekki og ég tapa sennilega minna en margir.. en gróðinn er glataður. En hann Magnús minn fékk einnig lamb á síðasta ári, í afmælisgjöf. Bæði þessi lömb afa verið í fóstri í Varmahlíð. Ég ætla nú að semja við hann og fá að sameina þennan fjárstofn, hans gemsi á nefnilega von á sér.
Sveinbjörg Júlía sveitastelpa kom til Ömmu Heiðu og afa Madda um síðustu helgi. Það var mikið gaman að koma í Varmahlíð og skoða nýfæddu lömbin. Eygló tók flott myndband af henni í fjárhúsinu en það er ekki nokkur leið að koma því á netið svo þessi mynd verður að nægja í bili.
18.3.2009 | 19:34
Fésbókin
Ég er eitthvað voðalega löt við að skrifa þessa dagana. Sennilega vegna þess að þegar ég fer í tölvuna núna, berst maður með því sem er vinsælast í dag. Hvað er það nú, auðvitað Fésbókin !! . Það er engin maður með mönnum nema að skrá sig þar inn. Bræður mínir hafa verið eitthvað eð berjast á móti en nú er Svenni komin með síðu og búið er að opna síðu þar sem skorað er á Sigurpál að fara að láta sjá sig þar. Guðrún Jóna vinkona mín er búin að þráast við lengi en er búin að láta undan þrýstingi. Kannski er þetta bara skynsemi hjá þeim.. þau verða sennileg alveg húkt á þessu ef þau fara inn.. ef ég þekki þau rétt. En ég er búin að hitta þarna mikið af fólki sem ég hef ekki frétt af í mörg ár. Svo er Schevingarnir búnir að opna ættarsíðu sem er ótrúlega skemmtileg því ég get varla sagt að ég þekki aðra en leggin hans Páls afa og Guðjóns bróður hans. En það bætist nú úr í sumar þegar við skundum á ættarmót á Hellishólum hér í Rangárþingi eystra í sumar.
12.3.2009 | 14:33
Tjaldurinn - vorboðinn ljúfi.
Ekki veit ég hversu ljúfur Tjaldurinn er. Hann er það alla vega ekki þegar hann gerir göt á heyrúllurnar okkar. En hann er það hins vegar þegar hann sést fyrst á vorin og því er Tjaldar parið sem settist við Holtsós í morgun vorboðinn ljúfi. Hann Magnús minn náði einhverjum myndum af parinu en þær hefðu geta verið betri en ef vel er að gáð má sjá þá á þessum myndum
4.3.2009 | 19:17
Kósýhelgi, Manjana og góss
Um síðustu helgi komu 3 vinkonur mínar að heimsækja mig. Það stóð til að þær kæmu allar úr 7together en það er eins og það er það verða alltaf einhver forföll.
En þetta var alveg yndisleg helgi hjá okkur. Dídí kom þegar ég var rétt að klár að skúra um sexleitið og svo komu Tobba og Dísa uppúr átta. Þær höfðu söngkonu með sér hana Sveinbjörgu Júlíu sem ætlaði að vera líka hjá ömmu sinni þessa helgi. Afi Maddi átti nú að hafa ofan af fyrir henni allavega meðan við færum í göngutúrinn sem við vorum búnar að skipuleggja á laugardeginum. En það fór öðruvísi því helgin hjá honum fór í góssferðir eins og þeir félagarnir kalla það.
En þeim var boðið að tæma einhverja vörugeymslu, máttu hirða stóran hluta af því sem þar var inni. Já já Takk fyrir túkall... ég get sagt ykkur það að það voru vörubílshlössin sem þeir komu með.. þeir fóru einar þrjár ferðir. Meiriparturinn af þessu var timbur sem nýtist okkur vel en innan um var allskonar drasl.. eða ég kalla það drasl.. Magnús kallar það verðmæti.. við erum ekki alveg á sama róli hvað þetta varðar ég og þessi elska.
En við vinkonurnar vöktum eitthvað frameftir á föstudeginum eins og lög gera ráð fyrir. Eftir að við vorum búnað að fá okkur hádegisverð daginn eftir kvaddi Dídí okkur og hét heim á Höfn en við fórum í góðan göngutúr og síðan í pottinn. Er hægt að hafa það betra? Eygló kom svo um kvöldið og ég eldaði handa okkur öllum dýryndis gæsabringur.
Ég varð ekkert svakalega kát þegar félagarnir komu úr góss ferðinni. Þvílíkt drasl. Mér skilst að einn af eigendum góssins hafi verið iðinn við að henda á bílinn og sagði um leið að þetta væri nú gott í sveitavarginn. En samt... Eygló mín fékk ýmislegt sem hana vantaði í búið. Eitt var það sem hún var á höttunum eftir og það var plötuspilari. Helst sambyggður með kassettutæki og útvarpi. Og viti menn sigurjón átti svona tæki niðri hjá sér og hann var auðvita sóttur sem og nokkrar gamla vínilplötur. Ég var enn með óborganlegan pirringssvipinn útaf draslinu eins og Tobba mín komst að orði þegar Maddi setti eina plötuna á og það þurfti ekki meira. Gamla góða Manjana og Laddi náðu þessum svip algjörlega af mé. Það myndaðist svaka stemning í gamla fjósinu okkar sem Eygló náið smá myndbroti af. Ein og sést á myndskeiðinu þá eru ekki allir í Steinahreppi jafn taktvissir en það kom ekki að sök. Við vinkonurnar tókum ekki eftir því. Sungum bara með, með okkar nefi..
Takk fyrir komuna elskurnar mínar það var frábært að fá ykkur.
Hið óborganlega myndskeið með íbúum Steinahrepps og vinkonum húsfreyjunnar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2009 | 17:07
Danmörk
Jæja þá er maður búin að fara til Odense og sjá hvernig dönsku börnin mín búa. Eins og við var að búast eru þau búin að koma sér vel fyrir.
Við byrjuðum ferðina Í Kaupmannahöfn í frábærri íbúð við Flensborggade. http://www.stracta.com/index.phpÞað var örstuttur gangur frá Hovebanen, eða öll Istegade. Sá þar hótelið sem við vorum á forðum daga.. eða 1980 og við Svenni bróðir lá í glugganum og veltum fyrir okkur lífinu í götunni í þá daga. Nú sá ég hvorki fólk liggjandi í götunni hálf meðvitundarlaust vega vímu eða léttklæddar konur tæla menn inn á hótelin við götuna.
Við skoðuðum Calsberg verksmiðjuna og fórum svo í Nýhöfnina og fengum okkur að borða.
Hrund, Nonni og Selma Rún komu svo um hádegi daginn eftir og við fórum til Odense þar sem þau búa. Þar byrjuðu þær mæðgur á að sýna mér leikskólann hennar Selmu. Leikskólastjórinn þar sagði að það væri nær að ég segði henni frá skólanum mínum því að væri á allra vitorði að Íslendingar væru mun lengra komir í leikskólamálum en Danir... auðvitað var ég voða stolt að heyra þetta.
Svo sóttum við Magnús Heiðar til dag mömmunnar en hann var ekkert hrifin af ömmu sinni.. fannst hún knúsa sig of fast og of mikið.
Hrund og Nonni voru á fullu að undirbúa þorrablót Íslendingafélagsi og það var stöðugur straumur af fólki eða hringingar vegna þess langt fram á kvöld.
Á laugardeginum fórum við svo í dýragarðinn. þ.e. öll nema Hrund. Nonni varð að reka okkur Madda áfarm því okkur þótti svo gaman að skoða apana..
Svo fórum við á blótið þar sem Hrund var veislustjóri,,, en ekki hvað?... mín klikkar nú ekki á því.
Nú svo var bara helgin búin og við tókum lestina aftur til Kaupmannahafnar.
Röltum niður .. eða upp ?? Strikið og höfðum það svo notalegt í þessari frábæru íbúð sem við leigðum af Pabba hans Jónasar...sem einmitt sá um fjósið fyrir okkur ásamt Sigurjóni.
En það besta við öll ferðalög er að koma heim... og sérstaklega þegar svona vel hefur verið hugsaðu um nautgripina okkar eins og vinir okkar gerðu fyrir okkur um helgina.
Takk fyrir okkur elsku Hrund og Nonni og takk fyrir hjálpina..Sigurjón, Jónas og Siggi.
30.1.2009 | 15:45
Hrunið í Steinahreppi
Þegar ég kom heim í fyrrakvöld var mikil snjókoma svo að skyggni var nánast ekki neitt.. mér dauðbrá þegar ég ók framhjá steininum og hugsaði með mér.. hvert er ég komin þetta var ekki hér þegar ég fór að heiman í morgun...
Hér koma myndir af hruninu í Steinahreppi.. sem betur fer eru þetta bara steinar og þeir sköðuðu engan.. Það liggur við að það sé hægt að toga girðinguna upp og láta sem ekkert hafi gerst.. jú og svo vegurinn.. en þetta er allt hægt að gera við.
Sá stóri hefur rúllað rétt við rafmagnsstaurinn og stoppað við það að fara í dældina við veginn. Hinn virðist hafa farið í gegnum gamalt hlið.. það sér ekki á hliðinu.. hann stoppaði á veginum en hann Magnús minn stjakaði honum útaf.
Þetta er hliðið sem steinninn fór í gegnum
Þetta er steinninn .. búið að ýta honum af veginum.
29.1.2009 | 09:24
Hrun úr Steinafjalli
Mannhæðarhá björg hrundu úr Steinafjallinu í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2009 | 17:42
Þorrablótin
Ég er eitthvað voðalega löt að skrifa þessa dagana. Það er líklega af því að allt hefur sinn vana gang sem þíðir að það er frekar rólegt hjá mér.... eða þannig. Veðrið búið að vera óvenju gott. Snjór yfir öllu, en í síðustu viku var komin græn slikja á túnin útaf hlýindum undanfarið hér undir fjöllum. Við fórum í bíltúr í gær upp að Sólheimajökli. Það var frábært.. fann þar góða gönguleið.
Nú fer að líða að þorrablóti en það verður 31. janúar og mínar frábæru vinkonur farnar að tilkynna komu sína okkar. Það er gaman að fylgjast með og upplifa þessa stemningu sem er í kringum þessi þorrablót hér í Rangárþingi eystra. Ég held að það sé blót um hverja helgi á þorrananum í hverjum hrepp.. þ.e. gömlu hreppunum eins og þeir voru fyrir sameiningu. Eyjafjöllin skiptust í vestur og austur Eyjafjallahrepp.. og þar eru enn haldin tvö blót annað á Heimalandi og hitt í Fossbúð að Skógum
Ég tilheyri þeim hópi sem fer að Skógum því Hvassafell tilheyrði austur-fjöllunum. Á hverju blót er dregið í nefndir sem eiga þá að sjá um næsta blót. Það er einmitt það sem er skemmtilegast. Nú er fólk um allar sveitir að hittast í þorrablótsnefnum og semja annála um vini sína nágranna og best er auðvitað það sem mest er hægt að hlæja að. Það er eins gott að hafa húmor fyrir sjálfum sér og sínum því það eru fáir sem sleppa.
þessi mynd er einmitt tekin á þorrablótinu í fyrra
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar