Danmörk

Jæja þá er maður búin að fara til Odense og sjá hvernig dönsku börnin mín búa.  Eins og við var að búast  eru þau búin að koma sér vel fyrir.

Við byrjuðum ferðina  Í Kaupmannahöfn  í frábærri íbúð við Flensborggade.  http://www.stracta.com/index.php

Það var örstuttur gangur frá Hovebanen, eða öll Istegade.  Sá þar hótelið sem við vorum á forðum daga.. eða 1980 og við  Svenni bróðir lá í glugganum og veltum fyrir okkur  lífinu í götunni í þá daga. Nú sá ég hvorki  fólk liggjandi í götunni hálf meðvitundarlaust vega vímu eða léttklæddar konur tæla menn inn á hótelin við götuna.  

 Calsberg bílar

Við skoðuðum Calsberg verksmiðjuna og fórum svo í Nýhöfnina og fengum okkur að borða. 

Hrund, Nonni og Selma Rún  komu svo um hádegi daginn eftir og  við fórum til Odense þar sem þau búa.  Þar byrjuðu þær mæðgur á að sýna mér leikskólann hennar Selmu.  Leikskólastjórinn þar sagði að það væri nær að ég segði henni frá skólanum mínum því að væri á allra vitorði að Íslendingar væru mun lengra komir í leikskólamálum en Danir... auðvitað var ég voða stolt að heyra þetta.

Svo sóttum við Magnús Heiðar til dag mömmunnar en hann var ekkert hrifin af ömmu sinni.. fannst hún knúsa sig of fast og of mikið.

Hrund og Nonni voru  á fullu að undirbúa þorrablót Íslendingafélagsi og  það var stöðugur straumur af fólki eða hringingar vegna þess langt fram á kvöld.

Amma Heiða og Afi Maddi með börnin

Á laugardeginum fórum við svo í dýragarðinn. þ.e. öll nema Hrund.   Nonni varð að reka okkur Madda áfarm því okkur þótti svo gaman að skoða apana..

Svo fórum við á blótið þar sem Hrund var veislustjóri,,, en ekki hvað?... mín klikkar nú ekki á því.  

Hrund

Nú svo var bara helgin búin og við tókum lestina aftur til Kaupmannahafnar. 

Röltum niður .. eða upp ?? Strikið og höfðum það svo notalegt í þessari frábæru íbúð sem við leigðum af Pabba hans Jónasar...sem einmitt sá um fjósið fyrir okkur ásamt Sigurjóni.

En það besta við öll ferðalög er að koma heim... og sérstaklega þegar svona vel hefur verið hugsaðu um nautgripina okkar eins og vinir okkar gerðu fyrir okkur um helgina.

Takk fyrir okkur elsku Hrund og Nonni og takk fyrir hjálpina..Sigurjón, Jónas og Siggi.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband