Kósýhelgi, Manjana og góss

Um síðustu helgi komu 3 vinkonur mínar að heimsækja mig.  Það stóð til að þær kæmu allar úr 7together en það er eins og það er það verða alltaf einhver forföll.

En þetta var alveg yndisleg helgi hjá okkur.  Dídí kom þegar ég var rétt að klár að skúra um sexleitið  og svo komu Tobba og Dísa uppúr átta.  Þær höfðu söngkonu með sér hana Sveinbjörgu Júlíu sem ætlaði að vera líka hjá ömmu sinni þessa helgi.  Afi Maddi átti nú að hafa ofan af fyrir henni allavega meðan við færum í göngutúrinn sem við vorum búnar að skipuleggja  á laugardeginum. En það fór öðruvísi því helgin hjá honum fór í góssferðir eins og þeir félagarnir kalla það.

En þeim var boðið að tæma einhverja vörugeymslu, máttu hirða stóran hluta af því sem þar var inni.  Já já Takk fyrir túkall... ég get sagt ykkur það að það voru vörubílshlössin sem þeir komu með.. þeir fóru einar þrjár ferðir.  Meiriparturinn af þessu var timbur sem nýtist okkur vel en innan um var allskonar drasl.. eða ég kalla það drasl.. Magnús kallar það verðmæti.. við erum ekki alveg á sama róli hvað þetta varðar ég og þessi elska.

En við vinkonurnar vöktum eitthvað frameftir á föstudeginum eins og lög gera ráð fyrir.  Eftir að við vorum búnað að fá okkur hádegisverð daginn eftir kvaddi Dídí okkur og hét heim á Höfn en við  fórum í góðan göngutúr og síðan í pottinn.  Er hægt að hafa það betra?  Eygló kom svo um  kvöldið og ég  eldaði handa okkur öllum dýryndis  gæsabringur.

Ég varð ekkert svakalega kát þegar félagarnir komu úr góss ferðinni.  Þvílíkt drasl.  Mér skilst að einn af eigendum “góssins” hafi verið iðinn við að henda á bílinn og sagði um leið að þetta væri nú gott í sveitavarginn.  En samt... Eygló mín fékk ýmislegt sem hana vantaði í búið.  Eitt var það sem hún var á höttunum eftir og það var plötuspilari. Helst sambyggður með kassettutæki og útvarpi.  Og viti menn sigurjón átti svona tæki niðri hjá sér og hann var auðvita sóttur sem og nokkrar gamla vínilplötur.  Ég var enn með óborganlegan pirringssvipinn útaf draslinu eins og Tobba mín komst að orði þegar Maddi setti eina plötuna á og það þurfti ekki meira.  Gamla góða Manjana  og Laddi náðu þessum svip algjörlega af mé. Það myndaðist svaka stemning í gamla fjósinu okkar sem Eygló náið smá myndbroti af.  Ein og sést á myndskeiðinu þá eru ekki allir í Steinahreppi jafn taktvissir en það kom ekki að sök.  Við vinkonurnar tókum ekki eftir því. Sungum bara með, með okkar nefi..

Takk fyrir komuna elskurnar mínar það var frábært að fá ykkur.

Hið óborganlega myndskeið með íbúum Steinahrepps og vinkonum húsfreyjunnarGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh þú átt svo góðar vinkonur..... já og skrítinn karl haha

 Love you Hrund

Hrund (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 55054

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband