30.1.2009 | 15:45
Hrunið í Steinahreppi
Þegar ég kom heim í fyrrakvöld var mikil snjókoma svo að skyggni var nánast ekki neitt.. mér dauðbrá þegar ég ók framhjá steininum og hugsaði með mér.. hvert er ég komin þetta var ekki hér þegar ég fór að heiman í morgun...
Hér koma myndir af hruninu í Steinahreppi.. sem betur fer eru þetta bara steinar og þeir sköðuðu engan.. Það liggur við að það sé hægt að toga girðinguna upp og láta sem ekkert hafi gerst.. jú og svo vegurinn.. en þetta er allt hægt að gera við.
Sá stóri hefur rúllað rétt við rafmagnsstaurinn og stoppað við það að fara í dældina við veginn. Hinn virðist hafa farið í gegnum gamalt hlið.. það sér ekki á hliðinu.. hann stoppaði á veginum en hann Magnús minn stjakaði honum útaf.
Þetta er hliðið sem steinninn fór í gegnum
Þetta er steinninn .. búið að ýta honum af veginum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 55054
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.