19.1.2009 | 17:42
Þorrablótin
Ég er eitthvað voðalega löt að skrifa þessa dagana. Það er líklega af því að allt hefur sinn vana gang sem þíðir að það er frekar rólegt hjá mér.... eða þannig. Veðrið búið að vera óvenju gott. Snjór yfir öllu, en í síðustu viku var komin græn slikja á túnin útaf hlýindum undanfarið hér undir fjöllum. Við fórum í bíltúr í gær upp að Sólheimajökli. Það var frábært.. fann þar góða gönguleið.
Nú fer að líða að þorrablóti en það verður 31. janúar og mínar frábæru vinkonur farnar að tilkynna komu sína okkar. Það er gaman að fylgjast með og upplifa þessa stemningu sem er í kringum þessi þorrablót hér í Rangárþingi eystra. Ég held að það sé blót um hverja helgi á þorrananum í hverjum hrepp.. þ.e. gömlu hreppunum eins og þeir voru fyrir sameiningu. Eyjafjöllin skiptust í vestur og austur Eyjafjallahrepp.. og þar eru enn haldin tvö blót annað á Heimalandi og hitt í Fossbúð að Skógum
Ég tilheyri þeim hópi sem fer að Skógum því Hvassafell tilheyrði austur-fjöllunum. Á hverju blót er dregið í nefndir sem eiga þá að sjá um næsta blót. Það er einmitt það sem er skemmtilegast. Nú er fólk um allar sveitir að hittast í þorrablótsnefnum og semja annála um vini sína nágranna og best er auðvitað það sem mest er hægt að hlæja að. Það er eins gott að hafa húmor fyrir sjálfum sér og sínum því það eru fáir sem sleppa.
þessi mynd er einmitt tekin á þorrablótinu í fyrra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 55054
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.