Konur og kýr

Við fórum í borgina um síðustu helgi.  Mikið var nú gott að komast aðeins frá svona bæði saman...  En ég get sagt ykkur að kýr eru meira bindandi en börn.  Maður smellir Þeim ekki í bílinn og ekur af stað.

það getur heldur ekki hver sem er hoppað inn í svona rekstur en við erum heppin að hafa hann Jónas sem á það helsta áhugamál að vera í sveitinni .

Kýr eru ekki ósvipaðar konum að því leiti að allar hafa þær sína skapgerð og þarfir og því þarf að sinna þeim eftir því. Það þarf að gefa þessum elskum.. muuuu.. stöðugt að borða og þrífa skítinn undan þeim.. (Ætli það sé ekki hægt að kenna þeim að skíta á einum stað eins  og fara rógbóta).  Þær ganga með kálfa  í nýju mánuði. Þegar þær bera þarf bóndinn að vera ljósmóðir og ungamóðir. Nú svo beiða þær og þá þarf bóndinn að sjá til þess að  koma nauti á þær eða fá sæðingarmanni.  Því jú, líf þeirra gengur út á að fæða kálfa og framleiða mjólk.  Það er nú kannski ekki alveg það sem líf okkar kvennanna gengur út á en að einhverju leyti.

En bæjarferðin var frábær.  Áttum yndislega kvöldstund hjá Sigurpáli og Hildi með pabba, Rut og Bylgju.  Á Laugardeginum fórum við í kolportið, en þangað hafði Magnús aldrei komið og fengum okkur súpu hjá Sjávargreifanum.  Það var alveg frábært að koma þangað, mæli með því. Súpan var góð og stöðugt rennerý af fólki þann tíma sem við vorum þar. Um kvöldið fórum við í afmæli til Þórhildar frá Hvoltungu. Flott veisla þar. Ég skrapp reyndar aðeins úr veislunni til þess að fara á útgáfutónleika í Skífuhúsinu.  Það var hljómsveitin hennar Eyglóar og Vikcy með tónleika í tilefni nýútkominnar plötu..CD...Eftir afmælið kíktum við svo í útgáfupartýið.

Þetta var góð ferð en það besta við þessa ferð eins og allar ferðir var að koma aftur heim í sveitin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 54929

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband