Afmælið og undirbúningur

Hér koma þá loks myndir úr afmælinu og af undirbúningnum.

Magnús minn varð fertugur 12. nóvember. 

Hann var fyrir löngu búin að ákveða að halda upp á afmælið sitt í gamla fjósinu sem er á móti húsinu okkar.

Ágúst myndir Diljá 109Í sumar var svo mikið að gera í bústörfum að það dróst að taka þar til og breyta  fjósinu  í félagsheimili. Þannig að Magnús var eiginlega búin að ákveða að fresta afmælinu þangað til um páska. Við gætum þá dundað okkur við breytingar í skammdeginu.  Vinir og ættingja voru ekki alveg sammála þessu og sögðust nú ætla að koma í afmæli þó svo ekki yrði það haldið í fjósinu. Svo einn daginn þegar ég kom heim nánar... á þriðjudeginum 28. okt. þegar ég hét að það væri allt væri að róast hjá mér eftir törn í vinnunni ákvað hann að drífa bara í þessu...Takk fyrir túkall.                   Nú það var ekki annað að gera  en að bretta upp ermar og byrja. Það fóru tvær helgar í það að skipta um þak á húsinu.  Magnús og Jónas byrjuð á því en á sunnudeginum gerði töluvert rok og komu þá feðgarnir frá Drangshlíð og aðstoðuðu þá við koma járninu á. Svo var flórinn og haughúsið tæmt.

Næsta verk var að koma öllum þeim “verðmætum” sem voru geymd í fjósinu eftir að það var hætt að nota það 1999.   Ég var eins og vinnumaur alla næstu viku að flokka þetta dót og koma því út á. Flest fór í aðra geymslur.. en annað á haugana.

Ég var nú frekar svartsýn á að það  vær nokkur möguleiki á að halda veislu í þessu fjósi eftir nokkra daga  og reyndi töluvert á jafnaðargeðið sambýlis-mannsins.

    fjósið 004  fjósið 007                         Á föstudaginn, viku fyrir fyrirhugaða veislu  komu svo Elín, Ásbjörn og Bjarni. Við byrjuðum á að borða saman hjá tengdó og drifum okkur svo heim að skipuleggja helgina. Með hvatningu frá húsbóndanum um að þetta væri “ekkert mál”  byrjuðum við á að henda út meira af dóti.  Síðan brutum við niður einn vegg og beislunar fyrir kýrnar.

Þar var Sigurjón bróðir Magnúsar eins og múrbrjótur.  Þessu hentum við síðan í flórinn til uppfyllingar og þar munaði sko um hann Bjarna ég hugsa að hann hafi mokað í  og tæmt 100 fötur eða meira. fjósið 008 Þegar við vorum búin að tæma húsið var það versta eftir. Það var að slá astbest plötur úr loftinu og farga þeim.  Ég, Elín og Ásbjörn fórum í hlífaðgalla, hanska og settum grímur á alla sem inni voru. Bleyttum plöturnar og slógum þær niður og tíndum upp brotin og fleygðum þeim á vagn til urðunar.  En við fengum ráðleggingar hjá starfmanni í Sorpu um hvernig ætti að standa að því að koma þessu eitri úr húsi og farga því. 

 fjósið 013

Um kvöldið bættust svo fleiri í hópinn þegar Diljá systir kom með sína fjölskyldu. Á sunnudeginum var farið út og þá fór Elín í brauðið  of fl. því ekki þýðir að slá slöku við í búskapnum þó framundan sé partý. Við Diljá fórum að tína upp rusl og fl. kringum húsin og Ingi tók við af Ásbirni að háþrýsti þvo veggina.  Svo gekk hann frá öllu rafmagni sem var komið út um allt eftir að loftið var tekið niður. Magnús var hálf hissa hvað þessi rólegi maður var búin að afkast miklu þegar komið var mátmálstíma.

Næsta skref var að loka húsinu, þurrka veggina og mála.   Ég tók mér frí í vinnu fimmtudag og föstudag. Sá að það væri nauðsynlegt ef það ætti að vera möguleiki að klára þetta. Og nú ætluðu mamma og pabbi að slást í hópinn.  Þegar þau komu sá ég á svipnum á þeim að þau hugsuð “þetta verður aldrei tilbúið á laugardaginn ...” ég flýtti mér að biðja þau um að segja ekki orð, Magnús  ætlar að halda afmæli þarna á laugardaginn og hann ætlar að klár þetta. Best væri að gera bara það sem hann ætlaði okkur að gera og ekki orð meir. En sjálf var ég alveg að drepast úr stressi mér fannst svo hrikalega mikið eftir.  Svo við tókum pensla og rúllur í hönd og byrjuðum að mála, ég mamma, Anna Birna í Varmahlíð og Sigurjón. Pabbi var aðallega í að fylla upp í flórinn og svo var hann svakalega afkasta mikill í brauðinu, sem var eins gott því annars sætum við uppi með það núna.  Fyrsta umferð var kláruð á fimmtudaginn og sú síðari á föstudaginn. Einar og Díana Hjálpuðu Magnúsi að setja nýtt loft í mjólkurhúsið sem átti að verða inngangur og svo tók óratíma að mála þó lítið væri og við tvær að því.

fjósið 002

 Á milli málninga umferða brutum við mamma servéttur og bjuggum til lugtir sem við Diljá byrjuðum á helgin áður. Svo var runninn upp laugardagur.. ekki beint skýr og fagur. Það var brjálað rok og hiti við frostmark.  Ég hafði meira að segja þurft að fara út um nóttina til það fergja drasl sem byrjað var að fjúka um allt. En ég byrjaði daginn á að gera 20 lítra af sósu.  Mamma og Tína, þýsk kona sem vinnur í leikskólanum og ég fékk til að hjálpa mér fóru í að þvo kartöflur. Það var ekki nokkur leið að vera úti í fjósi því  hurðin  sem snýr  í vestur fauk alltaf upp útaf roki og strákarnir í öðrum verkum sem varð að klára á undan. Eins og t.d. að nái í bekki og gólfteppi sem við fengum að láni í Skálakoti.  Ég get sagt ykkur það breytti öllu. Bekkirnir voru fyrir 50 manns og nú fór ég að verða bjartsýn.   Enda kannski komin tími til þar sem aðeins voru nokkrir tímar í afmæli.   Eygló kom með vinkonu sína hana Eyrúnu og þær fóru í að þvo fleiri kartöflur og skera grænmeti með henni Tínu. Elín og Ásbjörn voru enn komin til bjargar og röðuðu borðum og lögðu á þau með mér og mömmu. Á þessum tímapunkti voru örugglega 10 manns á fullu. Auk þeirra sem ég var að telja upp voru Hemmi, Stefán, Jón þormar og Sigurjón.   Jónas og Palli á Eyri voru á fullu að keyra nýjum  jarðveg í kringum húsið því það var svo mikil mold í þeim sem fyrir var. Þá var komið að skreytingum.   þema afmælisins var aðaláhugmál afmælisbarnsins, það er allt sem gamalt er.. Við höfðum farið til vinar Magnúsar sem átti mikið af gömlum hlutum sem við fengum að næla okkur í.  Þetta var algjört "góssen partý" hjá mínum manni. Þarna fengum við frábæra hluti eins og gamla saumavél, rokk,  skilvindu, vöfflujárn og fl. og fl. þessu stilltum við upp og hengdum á veggin við sviðið. Ég get sagt  ykkur nú var fjósið hætt að vera fjós og orðin geggjaður salur. Vindurinn var að snúast í hreina norðanátt sem þýðir logn heima hjá okkur og gestir voru farnir að láta sjá sig.  Elsku vinkonu mínar vor komnar. Atli græni og Rannveig, Halldór frændi og fl.  Nú það var ekki annað en að koma sér í ullarfötin.  En ég hafði með öllu hinu prjónað mér pils við lopapeysuna mína. Á meðan allir dáðust að dugnað mínum við það var ég ekkert að segja að þetta væri mín aðferð að setjast niður við sjónvarpið þegar ég var orðin dauðþreytt á útivinnunni. ;-) 

En nú var allt komið á flug.  Jónas og Palli búnir að þræða lambið á tein og það farið að snúast. 

 SV206368

  Jón Þormar og Hörður voru við stóra grillið og þar var nautakjötið grillað og síðan sett í ofn í einhvern tíma.  Einhverjum fannst kjötið helst til rautt, en gott var það. Það voru um 130 mann sem snæddu með okkur og þar sem ekki voru sæti fyrir nema 100 manns var að rýma til fyrir þeim sem borðuðu síðast en það gekk mjög vel og allir sáttir. Anna Birna sýslumaður og  nágrannakona okkar frá Varmahlíð hljóp í skarðið fyrir eiginmanninn sinn hann Sigga sem veislustjóri. En Siggi var að vinna norður í landi og  var sárt saknað í veislunni.  Anna Birna bauð alla velkoma í afmælisveisluna og bað fólk um að vera ekki með miklar langlokur í máli sínu og enga væmni....

Systkini Magnúsar með Elínu í fararbroddi voru með skemmtilega myndasýningu af drengnum.        Picture2    Picture1

Vestmannaeyingarnir   Árni Johnsen og Ási Friðriks tróðu upp, annar með söng og hinn með skemmtisögur. 

SV206386   SV206423

Hermann Árnason fór á kostum þegar hann gerði grín að sönghæfileikum þeirra Hvassafellsbræðra.  Saumaklúbburinn minn 7 to gether and one dry flutti lagið Malæka sem við höfðum æft að miklu harðfygli undanfarnar vikur.

SV206421 

Einnig krýndu þær Magnús heiðursorðu sem er hefð í klúbbnum við svona tækifæri. Að þessu  sinni var hugmyndin að orðunni orð sem Magnús á það til að kalla upp nokkrum sinnum í röð þegar hann er að skemmta sér og kannski búin að fá sér einu glasi of mikið að sumra áliti.  Það er  ekki við hæfi að nefna orðið hér það vita það allir sem þekkja Magnús.  En orðið rímar við víkur og ég velti því töluvert fyrir mér hver sé fyrirmyndin af þessu hjá þeim þarna í Geislatækni  en það er greinilegt að þeir geta búið til allt sem manni dettur í hug.  Eygló mín söng fyrir okkur eitt lag “Stand by your man” og gaf mér nokkur heilræði í leiðinni um það hvernig ég ætti að halda í hann Magnús og Siggi í Borg fór með frumsamdar vísur.

 SV206403   SV206406

Eftir að dagskránni var lokið tók við fjöldasöngur þar sem Árni, Dísa skvísa og Hemmi sonur hennar stóðu fyrir af miklum krafti.   Fólk var enn að streyma að þó svo að langt væri liðið á nóttina. Í heildina voru gestir langt á annað hundrað og mér skilst að þeir síðustu hafi farið að hátta klukkan átta... gera aðrir betur.

fjósið 006     SV206404

 Þetta var alveg ólýsanlega skemmtilegt kvöld og við þökkum ykkur öllum fyrir komuna.En sérstaklega þökkum við ykkur sem hjálpuðu okkur við að koma húsinu og öllu í stand og ykkur sem stóðu í uppvaski og frágangi. Ég er ekki búin að nefna nema helming þeirra hér á undan .. takk takk elsku ættingjar og vinir.. Ég er farin að hlakka til að verða XX..... eftir tvö ár.. Á næstu dögum mun ég setja fleiri myndir í albúmið.. þetta er bara byrjunin. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt húsið,og greinilega frábær afmælisveisla. Ótrúlega flottar vinkonurnar allar í prjónapilsum´

Heiða mér finnst þú hafa sýnt ótrúlega rósemi....hihi

En og aftur til hamingju með gæjann,

Diljá og Co (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 19:19

2 identicon

Þú kemur ætíð á óvart....Vona og veit að hamingjan er til staðar hjá þér..þú veist að lífið er rétt að byrja..(ekki verra að bæta upp árin með yngri fo..maka.)

ætíð velkomin Westur....

knús Hæi

Hæi og Ingibjörg (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:50

3 identicon

Ohhhh það er hræðilegt að missa að þessu ég lofa að koma þegar þú verður 40 ára :)

 Kiss kiss og knús frá okkur í Danaveldi

Hrund (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 54922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband