Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
3.9.2008 | 10:30
Frú Svínka
Þetta er þriðji dagurinn sem ég er heima hjá mér. Það var eitthvað mikið að gerast í einni tönn í mér og endað með því að ég þurfti að fara til kjálkaskurðlæknis í smá aðgerð... ég vissi ekki að þeir væru til. Aðgerðinni fylgir töluverð bólga í andlitinu. Ég er nú að lagast en þegar ég vaknaði í gær hafði hann Magnús minn á orði að ég væri eins og miss Piggy... frú Svínka.. og ég er ekki frá því að hafa verið sammála honum í þetta sinn þó samlíkingin hafi ekki verið mjög spennandi. En ég er nokkuð hress og laus við verki .. loksins. tók verkefni með mér heim sem gott er að vinna í rólegheitum.
Svo er gluggaísetningarmaðurinn mættur þannig að eldhúsinnréttingin fer upp á næstu dögum. Mikið hlakka ég til.
29.8.2008 | 17:26
Blómstrandi afmæli
Það hefur verið svo mikið að gera hjá mér undanfarið að ég hef ekki mátt vera að því að skrifa. Ég á enn eftir að segja ykkur frá afmælinu hans Hauks hamingjusama. Það var nú meira fjörið. Við vinkonurnar komum honum svo sannanlega á óvart.
Það var mikill höfuðverkur að finna út hvað við ættum að gefa fimmtugum manni sem á allt. Hans helsta áhugamál er að fara í útilegu með henni Tobbu fallegu konunni sinni og gista í flotta hjólhýsinu þeirra, sem búið er öllum þægindum.... ekkert þar... Jú hann spilar golf og er löngu búin að kaupa sér flottustu golf græjurnar... ekkert þar ... Hann horfir líka á enska boltann og fer á þá leiki sem hann langar til...... hann á allar könnur og handklæði og svoleiðis merkt liðinu sínu sem ég man ekki hvað heitir. Svo elskar hann að vera í sólbaði... er t.d. í sólbaði á Tyrklandi núna. Þessu öllu veltum við upp og pældum. Þá kom Obba með þá snilldarhugmynd að fá trúbadorinn sem spilar uppáhalds lagið hans, sem hann spilar alveg óspart fyrir okkur við öll tækifæri Þetta er ég til þess að koma í afmælið honum að óvörum. Þá var Guðrún Jóna samningamaður hópsins sett í málið og auðvita gekk það .... Ómar Diðriksson ætlaði að koma og taka nokkur lög. Það var alveg óborganlegt að sjá svipinn á Hauk, þar sem hann lá í sólstól í sandölum og ermalausum bol... eða ber að ofan. Fyrst þegar þessi ókunnugi maður gekk inn í salinn og ég tala ekki um þegar hann kynnti sig.
Trúbadorinn varð ekki lítið hissa og glaður þegar hann spilaði lagið Þetta er ég og allur salurinn tók undir með textann á tæru... Svo ég veit ekki hvor var glaðir eftir sönginn afmælisbarnið að fá eftirlætið sitt sungið eða trúbadorinn að heyra undirtektir allra í salnum.
Svo kom goðið okkar og nágranni Hauks hann Magni. Hann var alveg frábær.
Svo var farið á Heiðgrænubrúnina í tjaldborgina sem við vorum búin að reisa þar.
Eða allavega flestir... mitt fellihýsi klikkað..þó ekki þannig að við gætum ekki kúrt þar. Við urðum að láta það hanga á stífunum svo það félli ekki niður..
Við vorum svo blómstrandi alla helgin í Hveragerði við söng, sögur og fjör eins og okkur er lagið. En þegar svo átti að fella það niður hýsið okkar .. gerðist ekkert... það brotnaði eitthvað í sveifinni og svo fór einhver vír... Það endaði með því að binda utan um það og aka því þannig heim.
Það gekk framar vonum því það var töluverð gola...
Vinir og fjölskylda | Breytt 3.9.2008 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2008 | 08:22
Fjölskyldudagur
Þá eru liðnir einu skemmtilegustu dagar þessa sumars.... Á miðvikudaginn komu Eygló og Sveinbjörg Júlía og Diljá systir í heimsókn með sína fjölskyldu og hann Elliða vin hans Jóns Gauta.
Jón Gauti og Elliði að taka upp kartöflur
Daginn eftir komu svo bræður mínir tveir Sigurpáll og Sveinn með sínar fjölskyldur, mamma og pabbi og Amma Sissa vippaði sér upp í flugvél og flaug á Bakka.. Það var alveg frábær dagur sem við áttum. Það var byrjað á því að borða kraftmikla súpu sem kom sér vel því bræður mínir höfðu vakað eitthvað frameftir kvöldið áður. Við fórum í gömlu Seljavallarlaugina og það var mikið fjör.
Þá var haldið að Skógum þar sem við fengum okkur kaffisopa og þau sem ekki höfðu skoðað safnið nýlega litu þar við.
Um kvöldið grilluðum við nauta- folaldakjöt sem við Diljá höfðum lagt í kryddlög fyrr um daginn sem heppnaðist svona líka vel.
Grétar vað með mótorhjólið sitt fyrir austan og Svenni bro fékk að taka í. Svo var farið að vitja um netin .. jú jú þar voru nokkrir silungar...
Smáfólkið var orðið frekar þreytt þegar þau komu inn um miðnætti eftir mjög svo viðburðaríkan dag. (Eitthvað erfitt að setja inn myndirnar vona að það takist seinna )
Flestir fóru heim á fimmtudagskvöldið... Svo á föstudaginn þá var bara að undirbúa sig fyrir næsta fjör sem var 50 ára afmæli Hauks hamingjusama í Hverageði.
12.8.2008 | 21:08
Gljúfrabúi við Hamragarða
Við fórum í útilegu að Hamragörðum eina nótt í sumar. Já maður þarf ekki alltaf að fara langt. En þetta er mjög skemmtilegur staður. Sólin var lengi á lofti og frábært veður, það besta sem gerist i sumar. Eygló og Sveinbjörg Júlía fóru með okkur. Við löbbuðum upp hlíðina og skoðuðum Gljúfrabúa. Þetta er svo fallegur foss. Hann fellur í skugga Seljalandsfoss sem þarna rétt hjá. Það þarf aðeins að klöngrast upp brekkuna en það er bara gaman. Við Sveinbjörg tókum bara lagið göngum göngum... Gljúfrabúa til að sjá.
Mæli með því að fólk renni þangað og skoði
Mæðgur að skoða Gljúfrabúa við Hamragarða
7.8.2008 | 22:02
Veiðisögur
Nei nei sumarið er ekki búið og nú er veiðin í hámarki hér í Steinahreppi. Hér má sjá þá félaga Óskar og Magnús heldur kapmakáta með hluta af veiði helgarinnar .
Svo var mikil veiði í gær, einir 16 fiskar og nú kemur sér vel að hafa fylgst með og lært af þeim Þuru í Borgarhól og Evu Andersen í handflökuninni í Ísfélaginu forðum ...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2008 | 22:02
Þjóðhátíð í Steinahreppi
Nú er sumarið búið... eða hvað??. Hér áður fyrr fannst mér alltaf komið haust þegar þjóðhátíðin var yfirstaðin. Kannski var það vegna þess að júlí mánuður er undirlagður í undirbúning. Eins og hún Hildur mágkona mín skrifaði svo frábærlega um í um í Fréttum í fyrra. Þá er júlí fyrir eyjamenn eins og desember fyrir kristna menn. Allur tími fer í að undirbúa hátíðna, hlusta á þjóðhátíðarlög fyrri ára og læra það nýjasta. Þegar svo allt er yfirstaðið dettur allt í dúnalogn og rólegheit.
Ég var ekki á þjóðháíð í ár. Það er ekki auðvelt að fá fólk í fjósið yfir aðal ferðahelgi ársins og þó svo að bóndinn hafi hvatt mig til þess að drífa mig allavega á sunnudeginum að þá stóðst ég þá freistingu í þetta sinn. En það hefur alloft gerst að ég hafi ætlað mér að vera mjög staðföst og taka þjóðhátíðarhlé en oftast hefur það farið út um þúfur og ég mætt, jafnvel fyrst manna.
En við fengum góða vini í heimsókn og það var haldin lítil þjóðhátíð í Steinahreppi
Varðeldur í Kleinukoti Obba og Óskar að mæta við varðeldinn
Daníel og Lóa að skreyta afmæliskökur Brekkusöngur í beinni
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 10:33
Skógasandur
Góða daginn..góða daginn. Nú er komin fimmtudagur og við ekki enn farin að hirða af Skógarsandi. Við eigum þar um 16 hekt. flata. Já Steina mín Skógasandur er ræktaður og nýttur af bændum hér undir Eyjafjöllum. Það er vestasti hluti sandanna fyrir neðan skólann okkar sem við eigum svo frábærar minningar frá. En það er búin að vera þoka og rigningar úði hér þessa viku. Nema í gær þá var sól og vindur þannig að ég var í startholunum að fara að raka í múga í morgun. En því var ekki að heilsa, svarta þoka en ég held að það sé eitthvað að létta til. En ég er búin að stefna stelpunum mínum hingað og ætla að grilla eitthvað gott í gogginn í kvöld. Þetta verður smá kveðjupartý fyrir Hrund og fjöls. þau fara út á sunnudaginn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 16:10
Goslokahátíð
Við fórum til eyja á laugardaginn og kom aftur heim í gærkvöldi. Mikið svakalega var gaman. Við Magnús vorum sammála um það að okkur þætti goslokahátíðin skemmtilegri viðburður en þjóðhátíðin sjálf. Eru þetta nokkuð elli merki......?? Veðrið var alveg frábært. Við byrjuðum á að fara í kirkjugarðinn þar sem Logar fluttu lagið Minning um mann sem er einmitt minningu um Gölla Valda. Ógæfusaman sjómann sem átti heima í sömu götu og ég þegar ég var barn. Síðan var haldið í Eldheima þar sem verið er að grafa upp hús sem fóru undir ösku í eldgosinu 1973. þar voru helstu fyrirmenn þjóðarinnar mættir. Menntamálaráðherra hélt skemmtilega ræðu og toppaði hana við mikinn fögnuð Vestmannaeyringa þegar hún sagðiðst vona að IBV slátraði Leiftri í fótboltaleik sem þá stundina fór fram á Hásteinsvelli. Við kíktum svo á pabba og Rut. Diljá bauð okkur í grill og fl. og fl . Áður en við fórum í skvísusund kíktum við til Hemma Þar voru saman komin börnin hennar Dísu, Dísa sjálf og Maggi bróðir hennar og það var ekki að spyrja að því. Fjórir gítarar og hver öðrum betri þau eru alveg ótrúlega skemmtileg.
Allt fólkið í Skvísusundi ... það var svo frábært að hitta allt þetta fólk. Frænkur og frænda og gamla vini og skólafélaga... Það var auðvitað komin morgun þegar við trítluðum heim til Ágústu vinkonu minna..
Eyjaferðina enduðum við svo á því að heilsa uppá Ömmu Sissu og afa Svenna. Það lá bara vel á þeim gömlu. Enduðum......við enduðum á því að bíða á flugvellinum í einn og hálfan tíma... það var ófært fyrr um daginn og svo má Flugfélag Vestm. ekki fljúga þegar Flugfélag Ísl. er á vellinum. Ég skil það ekki. Á meðan biður fleiri tugir manna eftir að komast á Bakka. Það þarf nú eittvað að skoða þetta ...
Feðgarnir í Varmahlíð og Jónas sáu um kýrnar á meðan við vorum í burtu og það var auðvitað allt í besta lagi þegar við komum heim.
Sveinbjörg Júlía verður hjá okkur í viku og Jón Gauti kemur í dag og byrjar í þjálfun sem væntanlegur vinnumaður á Hvassafelli. ekki amalegt .. þessi líka tækja kallinn.
Hrund mín verður eitthvað með fjölskylduna hér. Hún er búin að afhenda íbúðina og þau fara í næstu viku til Danmörk. Nonni er að fara í Byggingartæknifræði og hún ætlar að klára meistaranámið sitt í lýðheilsufræðum þar. HUHU.. Mikið á ég eftir að sakna þeirra...
Í kvöld stendur svo til að slá Skógarsandinn og hirða hann fyrir helgi ... þannig að það er nóg að gera í sveitinni...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2008 | 23:05
57 m/sek í Steinum
Ég má til með að setja hér inn línuritið frá Vegagerðinni sem er hér í Steinum. En veðrið er búið að vera snældu vitlaust seinnipartinn í dag. Mestu hviðurnar fóru í 57 m/sek
Guði sé lof að fiskikarið sem vegur u.þ.b 50 kíló og fauk hér út í Holtsós lenti ekki á einhverjum bíl sem hér fór um þegar verst var. Það brotnuðu rúður í bílum og traktorum. Garðhúsgögnin sem ég hélt að ég væri búin að koma í skjól eru um allan garð.. Við rétt höfðum á koma fellhýsinu í skjól. En það var farið að dansa á hlaðinu. Þetta er eitt versta veður sem ég hef lent í síðan ég kom í Steinahrepp...
En þetta er vonandi að ganga yfir. Annars hef ég það gott er komin í sumarfrí og byrjuð að mála og fl . áður en nýja eldhúsinnréttingin verður sett upp...
Fjúkandi kveðjur úr Steinahreppi
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.7.2008 kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 15:12
Fyrsta útilega 72gether í Steinahreppi
Takk fyrir síðast. Þetta var nú meira fjörið eins og alltaf þegar við hittumst. Það var verst að við skildum ekki vera vör við kálfinn sem fæddist bak við hjólhýsið hjá Tobbu og Hauk á sunnudagsmorgininn. Kannski bóndinn hefði átta að huga betur að henni Huppu frekar en Árný og Ástu skástu.... ég nótt vaknaði ég við það að hann reist upp í rúminu og kallaði víkur.. víkur.
Eins og þið sjáið þá náið ég mynd af því þegar Tobba grín kvín...breytti Hauk í grænan frosk.
Hér er hún mjög einbeitt Sko hér er Haukur farinn.
"Ég vissi ekki að ég væri svona öflug"
Á laugardeginum dreif ég svo stelpurnar, Stjána, Elvar og Jón Ómar með mér út í fjós að taka utan af brauði. En það voru þrjú full kör sem biðu þannig að það var frábært að fá alla í lið með okkur og það tók ca. 40 mín að tæma karið. Ég hafði ekki undan að finna tóma poka það gekk svo undan þeim..
Hér er karið fullt af brauði Magnús að sýna handtökin
Karið óðum að tæmast ...og sögustund hjá Stjána......
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar