31.3.2008 | 21:19
Eldhúsið okkar
Þessa dagana fara flestar frístundir mínar í að hanna eldhúsið okkar. Gamla innréttingin er alveg að niðurlotum komin sem og eldhústækin. Það hefur reyndir látið á sjá eftir að ég tók við því í ágúst s.l. Eins og Siggi í Varmahlíð segir eru það sennilega hreyfingarnar. Bogga er svo róleg og yfirveguð í vinnu sinni í eldhúsinu en það er eitthvað sem fáir segja um mig. Þar gildir frekar hraði og hvatvísi... sem sumir kalla stundum brussugagna.. En þreyttar hurðar á neðriskápum eru t.d. farnar að tína tölunni. Það er bara eitt smá vandamál... það er að við Magnús minn erum ekki alveg sammálu um hvað þarf að gera og hvernig við viljum hafa þetta. Á föstudagskvöldið sat ég með tölvuna í fanginu og þetta frábæra forrit frá Ikea þar sem maður hendir heilu skápunum hornanna á milli og getur búið til allskonar eldhús eftir eigin máli og smekk. Ég sagði honum að nú væri ég komin að niðurstöðu með þetta eldhús.. og hann brosti og sagði .. já og heldur þú að það sé endanleg núna? Ég helt það og sýndi honum nýjustu teikninguna og í leiðinn sagði ég honum að hönnun á íbúðarhúsnæði sé eitt af mínum áhugamálum og hafi verið það lengi þannig að hann geti alveg treyst mér í þessu bara.. samþykja. Svo til að tryggja að ekkert færi á milli mála um það sagði ég við hann og þetta átti að vera staðhæfing. En þú ert nú mjög sáttur við það sem ég hef gert tillögur um hér og við höfum breytt -, eins og t.d. herbergin uppi... er það ekki Svarið sem ég fékk var næsta spurning Heiða mín Ubs... En daginn eftir hannaði ég eldhúsið uppá nýtt og svei mér þá ég held að ég sé komin að niðurstöðu... og við erum bæði sátt við hana.. hann meira að segja farin að velta fyrir sér hvernig best sé að brjóta niður veggi og fl..... |
17.3.2008 | 16:58
Smölun í haust
Góða daginn Mikið var þetta frábær helgi. Veðrið var svo gott að maður fór ekki inn í hús nema í rétt til að finna til mat handa liðinu. Þegar við sátum í pottinum á föstudagskvöldinu undir stjörnubörtum himni var veðrið svo stillt að við heyrðum vélarnar malla í loðnuskipunum 10 sem voru að leita að loðnu í fjörunni okkar... eða þannig.. Í morgun fór ég svo hér uppí fjall með honum Bjarna vini mínum sem er hjá stundum hjá okkur. Hörku ganga hér beint upp Steinafjallið . Reyndar bara að klettabeltinu.. Hef ekki lagt í það síðan ég fór að smala hér um árið og tók þessa frábæru mynd sem hægt er að sjá í myndaalbúminu. Einn vinur minn var eitthvað efins um að ég hefði í raun tekið hana en ég segi það satt .. klífa skriður, skríða kletta... þarna fór ég.. í sep. 2007. En ég fór ekki í fyrra þegar það var smalað af fjallinu í október s.l. Þá var ég orðin húsfreyja á bænum og eins og sannri húsfreyju sæmir þá sá ég um matargerðina. Það gekk mjög vel að smala af fjallinu. Það var svo mikið rok að börnin sem voru að smala með okkur fuku á eftir rollunum.. kannski var það þess vegna sem þetta gekk svo hratt ...en svo byrjað ballið...Ein og ég sagði stóð til að grilla heilt lamb ... Magnús fékk Fýrana undan fjöllunum til að koma með grillið sem þeir höfðu hannað til þess að grilla lambið. Vegna þess hve vel hafði tekist að smala var ákveðið að flýta matnum. Eitthvað urðu þeir Fýrarnir stressaðir og óundirbúnir og eins og Palli á Eyri sagði vitið þraut við að flýta þessu...Þeir settu trékassa undir kolin.. svo bilaði það sem snéri lambinu og þeir kveiktu í öllu draslinu..... . Palli kom inn mín og sagði að það logaði í öllu og bað um vatn. Ég hentist til. Náði í vatnskönnu og ætlaði að fara að láta renna í hana þegar Palli sagði nei þetta er ekki nóg það þarf slöngu... Og fólkið streymdi að bæði smalar og áhorfendur. Það náðist að slökkva eldinn áður en kjötið brann og ekki um annað að ræða en að brytja lambið niður og skella því á gasið.... þá kom sér vel að eiga tvö grill og pabba sem er vanur að grilla . Bjó til 10 lítrar af sósu og grænmeti og skellti þessu á hlaðborð.... Fyrir utan smala eins og Rút og Guðbjörgu, Sigurjón og syni, mína fjölskyldu sem taldi 13 manns var mættur sjálfur Árni Johnsen og frú.. Ási Friðriks og einhver kall með honum auk tveir eða þrír menn sem ég kann ekki alveg skil á. Hildu hans Sigurpáls skildi ekkert í öllu þessum mannskap og spurði mig hvort ég þekkti allt þetta fólk sem gengi bara út og inn um húsið og fengi sér að borða. Þá kom kallinn sem kom með Ása og spurði. Hver er húsráðandi hér ? Hverjum á ég að þakka fyrir matinn... já svona er lífið í sveitinni. |
14.3.2008 | 13:17
Saumavélin
12. mars 2008
Loksins.. loksins. Það hefur verið frábært að keyra í vinnuna undanfarna morgna. Sólin að koma upp og snjór yfir öllu og vetrarútsýnið það fallegasta á Íslandi. Þó svo að það hafi snjóað óvenju mikið á suðurlandi hefur veðrið verið svo leiðinlegt að maður hefur ekki notið útsýnis. Öll athygli farið í það að halda bílnum á veginum í roki, skafrenning, rigningu og hálku.
Hvað haldi þið .. en ég lét glepjast af saumavélasölumönnunum. Já ég þessi fljótfæra kona sem hef vandað mig sérstaklega í að láta ekki gylliboð eða farandsala, fyrir utan fisksalann sem kemur stundum í sveitina, glepja mig . Og ég kaupi helst ekkert á netinu nema flugmiða og hótel til þess að vera ekki að spreða kortanúmerinu mínu í allar áttir.
Gamla vélin mín er ónýt. Átti bara eftir að gefa mér tíma í að skoða og kaupa nýja og á meðan hafa hrannast upp gardínur, buxur og fl. sem þarf að sauma. Magnús reyndi að koma þeirri gömlu í gang en það gekk ekki. Honum varð nú á orði þegar hann opnaði hana og sá hvað hún var lítið notuð. "Ég hef kannski ekki náð mér í rétta konu". það var því um að gera að drífa sig í að kaupa nýja og sína honum að ég væri liðtæk í saumaskap þó svo ég hefði ekki stundað hann í miklu mæli.
Síðasta föstudag sá ég svo auglýsingu í Dagskránni á saumavélum... sérstakt tilboðsverð... kr. 18.900.- Þekkt saumavélanafn, nemar Listaháskólans áttu að sýna notkun á kynningarfundum og efst í horninu á auglýsingunni var merkið bót.is og ég hugsaði "þessar saumakonur í bót.is hafa mikið vit á saumaskap svo þetta er örugglega sæmileg vél"
Ég vissi ekki fyrr en ég var búin að hringja og festa kaup á einni vél út á kortið mitt. Stúlkan sem svaraði var mjög vingjarnleg og skýr og bauð mér aukahluti sem ég taldi mig ekki þurfa í minn einfalda saumaskap. Þegar ég spurði hvort ég mætti ná í vélina á Selfoss vaknað fyrsti efinn því stúlkan sagði að það væri ekki hægt. Vélarnar væru ekki komnar til landsins og þær yrðu sendar til kaupanda í næstu viku. ÆÆ ég sem sá fyrir mér að geta byrjað að sauma um helgina. Þegar ég kom heim sýndi ég Magnúsi auglýsinguna .. og hann brosti svona brosi ... heldur þú að þetta séu góð kaup ? ... Annar efi......
Já hún er allavega ódýr svo kemur hitt í ljós sagði ég og reyndi nú að sannfæra mig frekar en hann. Á mánudaginn fór ég svo á Selfoss og ákvað að kíkja í bót.is og fá að skoða þessar vélar sem var verið að auglýsa... En afgreiðslukona þar tjáði mér að þetta væru einhverjir fautaþyrlar sem hún botnaði ekkert í og hún skildi ekki hvernig þessir menn ætluðu að selja allar þessar vélar og alls ekki hvernig þeir ætluðu að þjónusta þær í framtíðinni.
Mér var allri lokið.. sagði konunni alls ekki að ég væri búin að kaupa eina og þáði hjá henni bæklinga og verð á þeim vélum sem hún var að selja. Enda orðin viss um að ég hefði keypt köttinn í sekknum.
Ég fékk svo staðfestingu á mistökum mínum þegar ég las fréttir á netinu í dag. Svikahrapparnir höfðu verið gómaðir við sölu á saumavélum á Selfossi og ég líklega búin að tapa aurunum mínum.
Þegar ég kom heim var það fyrsta sem Magnús sagði við mig.. "jæja elskan nú getur þú farið að sauma" . Mér fannst óþarfi af honum að vera núa vitleysunni í mér um nasir og sagði honum að við þessu hugsunarleysi og fljótfærni minni væri ekkert að gera og það væri útrætt mál......
En saumavélin er komin sagði hann og setti stórann kassa á borðið... ég varð eitt spurningamerki..???
Við flýttum okkur að opna kassann og viti menn..nýja saumavélin mín kom upp úr kassanum.
Ég hafi ekki tíma til að prófa hana í kvöld en ætla að gera það um helgina eins og nýja traktorinn okkar sem við fengum í vikunni. Hann er voða tæknilegur... og meira veit ég ekki um hann frekar en hina vélina. Góða helgi
21.2.2008 | 22:24
Óveður
21.2.2008 | 22:23
Úr sveitinni
21.2.2008 | 22:22
Flugur
20.2.2008 | 16:39
Kýr nr. 69 Haustverk í sveitinni
Í gær hjálpaði ég Magnúsi við að koma einni frekar þrjóskri belju inn í fjós í . Ég held ég græði á því hvað hann er vanur að sinna þessum skepnum sem allar hafa sinn karakter. Til dæmis ef ég þar að koma einhverjum leiðinlegum skilaboðum á framfæri... þá svara hann bara brosandi "Heiða mín er ekki nöldurhornið búið í þessari viku" En þetta með kúnna í gær. Það voru einar sex kýr sem átti eftir að koma inn. Ein var búin að eiga kálf þarna úti á túni þannig að það varð að koma henni inn. Það gekk vel að ná þeim úr kálfastóðinu og koma þeim inn í fjósið. Þær fimm sem ekki eru bornar fóru eins og skot í sinn bás en sú sjötta var ekki eins viljug og hentist út, uppá veg og niður á tún. Magnús fór á fjórhjólinu á eftir henni og oftast er þær svo hræddar við hjólið að þær hlíða. Nei ekki þessi nr. 69 (kann ekki nöfnin enn) hún hentist á allar girðingar og tætti fram hjá bóndanum .. Ég horfði á þetta úr fjarlægð og þegar ég hvorki sá kúnna né heyrði í hjólinu stökk ég inn í bíl og brunaði úr á tún. Þar lágu þau saman Magnús og kýrin eða hann lág ofan á henni með puttana upp i nösunum á henni. Hann sagði mér að setjast ofan á hausinn á kúnni og toga í nasirnar á henni þá yrði hún kyrr á meðan hann næði í traktorinn og múl. Hann taldi að við myndum ekki ná henni öðruvísi heim. Dísösss.. ég var hrædd um að ráða ekki við þetta flykki en hann sagði að ef ég togað bara vel í nasirnar hreyfði hún sig ekki og svo fór hann... Nú þarna lá ég ofan á hausnum á beljunni með puttana uppí nösunum á henni (var sem betur fer í vinnuhönskum) og togaði og togaði... Hann var sem betur fer fljótur í förum og að setja múlinn á band brjálaða kúnna. Svo ók hann af stað með kúnna í eftirdragi spyrnandi öllum fjórum fótum og ég akandi mínum bíl á eftir... Kýr nr. 69 var úrvinda og búin á því þegar við komum fjósið og ég held að hún hafi líka verið búin að gera sér grein fyrir því hver réði í þessu fjósi....... og var fljót í básinn sinn og ég dreif mig heim í eldhús...... |
Spaugilegt | Breytt 21.2.2008 kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2006 | 19:36
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Breytt 20.2.2008 kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar