2.5.2008 | 08:15
Moldrok
Hver var að tala um logn í Steinahreppi...Í miðvikudaginn var svo þetta líka rokið.. eins og sjá má að þessari mynd þá ruku flögin upp í þessu leiðinda veðri enda fóru vinhviðurnar upp í 35 m/sek. Það gerist nú reyndar oft undir fjöllunum en kannski ekki á þessum tíma.
28.4.2008 | 16:49
Logn í Steinahreppi og Eygló til Kína
En það var ekki aftur snúið. Þau eru búin að borga ferðina og uppihald þannig það var ekki annað að gera en að skella sér út. Ég vona bara að þau fái að spila einhvers staðar og að yfirvöld rugli henni ekki saman við Björk. Því eins og þeir sem til þekkja vita geta þær verið áþekkar þegar búið er að setja upp maskann.
Hér er hægt að fylgjast með hljómsveitinni
http://www.myspace.com/vickypollardmusic
25.4.2008 | 15:21
Gönguskrúfa
Hún Selma mín sem verður fjögurra ára í haust hefur einstakan orðaforða. Hrund og fjölskylda höfðu ákveðið að fara í sumardagsskrúðgöngu í Hafnafirði í gær. Selma hafði farið með pabba sínum uppí sumarbústað á föstudaginn. Í gærmorgun hringdi svo Hrund í þau til vita hvenær væri von á þeim í fjörðinn og til að minna Selmu á hvað þær ætluðu að gera um daginn en hún gleymdi að nefna skrúðgönguna... þá sagi Selma mamma mundu við ætlum í gönguskrúfu
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2008 | 15:20
Gleðilegt sumar
Það er ekki nokkur svefnfriður fyrir gargandi gæsum í hundraðatali um öll tún sem nú eru orðin fagur græn. Ekki bara um öll tún því þær eru vappandi alveg upp að bæ og við svefnherbergis gluggann. Ég hélt að það væri hægt að nota hundinn okkar hann Mikka sem er svartur labrador til þess að reka gæsirnar úr túnunum. Nei aldeilis ekki hann er svo skíthræddur við þess fugla að hann kemur ekki nálægt þeim. Það er aftur á móti annað upp á teningnum þegar smáfuglar og ferðamenn eiga í hlut. Hann djöflast smáfuglunum eins og óður hundur... og í gær voru tveir bakpoka ferðamenn að ganga rólegheitum á suðurlandsveginum og áttur sér einskins ills von. Kemur ekki Mikki hlaupandi að þeim og stelur af öðrum vatnsflösku sem hann var með í hendinni. Ferðamennirnir virtust hafa gaman af þessu en það er ekki víst að það verði allaf þannig í sumar þegar putta-langar og bakpokamenn fara í röðum framhjá okkur. Líklega verðum við að fara í atferlismótun og skerða hundafrelsið á meðan hann lærir að svona eiga hundar ekki að gera.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2008 | 12:55
Vicky Pollard - hjálpum þeim
Varð að setja þetta á bloggið mitt ef það verður til þess að fólk mæti á tónleikana... Við höfum ekki náð að safna fyrir ferðinni okkar til Kína svo við ætlum að halda... ...Algjörlega óafmissanlegir styrktar tónleikar á morgun föstudag á Dillon bar í Reykjavík, 500 krónur inn og allur ágóði rennur til Kínaferðar hljómsveitanna Vicky Pollard og Hellvars sem hefur verið boðið að spila á stærstu rokktónlistarhátíð Kínverja í Peking í byrjun maí. Ofur rokksveitirnar Jan Mayen og We made god eru vinir í raun og ætla að koma fram á tónleikunum ásamt Vicky Pollard. Bolir hafa verið föndraðir og verða seldir á aðeins 2000 kr. stykkið á staðnum, ath þetta er ósvikin V - Design vara og fæst hvergi annarstaðar, enginn bolur eins! Heyrst hefur að uppboð verði á mjög sjaldgæfum og merkilegum varningi tengdum hljómsveitinni. Tryllingsheitin hefjast kl: 21:30 Láttu sjá þig og endilega dreifðu boðskapnum ;) -- kveðja Eygló Scheving Sigurðardóttir ... love is all around Þú getur einnig pantað V - design bol á aðeins 2000 krónur ;) Hafir þú ekki tök á því að mæta en hefur samt löngun til að styrkja för okkar þá hef ég reikningsnúmerið okkar hérna með. FRIÐUR! 1152 15 201399 kt. 0607852449 ( Ástrós Ósk Jónsdóttir ) |
14.4.2008 | 16:10
Plastið
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2008 | 19:37
Ég og fjósastörfin
Í fyrravor fór hann Magnús í þriggja sólahringa fer norður í land að sækja einhver verðmæti sem hann keypti þar. Ég hafði verið frekar dugleg að aðstoða hann í fjósinu um helgar þegar ég kom austur þannig að ég var nokkurn vegin farin að átta mig á því hvernig þessar sjálfvirku græjur virkuðu og hvernig kýrnar höguðu sér og hvað maður þarf að gera. Það var því ákveði að ég tæki að mér bústörfin.
Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég upplifi það að ráða engan veginn við það verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur.
Þessar kýr voru sko ekki samvinnufúsar...Það var búið að hleypa þeim út eftir veturinn og þær voru í svo góðum haga að þær létu ekki sjá sig í mjöltun í marga klukkutíma og þegar þær komu inn voru þær skíthræddar við róbótinn og fjósið því það hafði einmitt þessa daga verið fenginn maður til að háþrísti þvo fjósið. ...þannig að ég, til þess að standa mig í hlutverki bóndans þurfti annaðhvort að vera hlaupandi á eftir þeim um allt tún og reka þær inn í fjós og eða loka þær inni sem ekki höfðu farið í gegnum róbótann. Svo voru sumar orðnar svo útþandar af mjólk að róbótinn náði ekki að setja á spenana. Ég varð því að leggjast undir þær og vera tilbúinn að skella sogtúttunum á júgrin á réttu augnabliki.. Dí.... og svo þurfti að hella niður mjólkinni eftir helgina... klikkaði á því að kveikja á mjólkurtanknum þegar hann var tæmdur og ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri slökkt á honum.....
Ég get sagt ykkur að ég var alveg búin þegar hann Magnús minn kom heim. Þrátt fyrir þetta allt saman var hann bara ánægður með mig en viðurkenndi þó að þetta hefði verið helst til of langur tími fyrir mig að vera ein með fjósið svona í fyrsta skipti og að sennilega hefði ég verðið of samviskusöm.. því þær kæmu alltaf fyrir rest í mjaltir, brauðið, og fóðurbætirinn...
Svo sennilega gengur þetta betur næst. ...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 13:07
Pabbi og Rut


Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 16:21
Vorið og vinnumaðurinn
4.4.2008 | 14:29
Góða helgi
Þá er loksins komið að því að við vinkonurnar í 7together hittumst í kvöld . Því miður komast Dídí, Kata og Þórhildur ekki. En við hinar mætum galvaskar til Tobbu í Heiðgrænumörkina eins og Guðrún komst að orði. Svo nú ég ætla að fara að búa mig undir ferðina . En fyrst ætla ég að fara og kaupa eyrnatappa fyrir Magnús. Hann og fleiri byssumenn eru að fara til eyja á morgun á einhverjar skotæfingar á tuðrunni hans Svenna bróðir . Ætli það sé ekki best að kaupa tappa í eyrun á Svenna líka .. ég ætti kannski að kaupa tappa í alla fjölskylduna ef minn verður í stuði..... Það verður nú veðrið til þess að leika sér á sjónum á morgun en ég verð fjarri góðu gammi því þetta er ekki konuferð var mér sagt. Svo ég sit bara hlíðin heima og hugsa um kýr og kálfa..... Góða helgi kæra fjölskylda og vinir... |
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 55160
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar