Vicky til hamingju

Þá er byrjuð ný vinnuvika.  Síðasta vika var frekar annasöm. Ég var með foreldrafund á miðvikudaginn og svo starfsdagur á föstudaginn. Báðir þessir dagar þurftu töluverðan undirbúning og vinnu.  Fyrir foreldrafundinn var ég búin að gera þessa líka fínu Power Point sýningu þar sem ég ætlaði að fara yfir  ársskýrslu leikskólans fyrir síðasta ár og starfsáætlun fyrir komandi starfsár.  En ekkert virkaði.. svo ég varð að láta nægja að tala. Það er greinilega ekki nóg að kunna á forritið... það þarf líka að kunna að tengja.

Á föstudaginn var svo skipulagsdagur hjá okkur sem gekk aðallega út á að efla og viðhalda starfsgleði í leikskólanum og gekk  alveg glimrandi vel. Í lok dagsins fengum við  Karl Ágúst til þess að berja bumbur með okkur .. eða réttara sagt trommur.  Það var alveg geggjað, mæli með því fyrir svona hópa.  Svo snæddum við saman kvöldverð á Hótel Hvolsvelli og sprelluðum svolítið fram eftir kvöldi.

En ég varð nú að viðurkenna að ég var frekar dösuð eftir þessa vikur og gerði lítið annað en að sjá um mat fyrir kallan mína sem djöfluðust við að skipa um þak á gamla fjósinu.  Það stendur nefnilega  til að halda þar uppá afmælið hans Magnúsar í nóvember.

Svo verð ég að nefna að hún Eyglómín  og félarar hennar í Vicky  eru aldeilis að láta gamlan draum rætast því diskurinn þeirra Pull hard er komin út...

Hún var varla farin að tala þegar hún var farin að syngja eins og engill .. Þó þetta sér nú ekki beint englasöngur þetta kraftmikla pönkrokk.. sem hún syngur núna þá  gerir hún  það vel... Áfram krakkar þetta er frábært hjá ykkur og til hamingju með diskinn..

 

Ágúst myndir Diljá 107

http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/10/26/fellibylurinn_vicky/

 


Slátur

 En við tókum 37 slátur um helgina takk fyrir túkall... ..ég Bogga, Elín, Guðlaug og Díana .. ég veit nú ekki alveg hvenær það á að borða þetta.. því  ég sauð restina frá því í fyrra í síðustu viku í hundinn...En hún Bogga er alveg ákveðin í að halda í hefðina... þær mæðgur mættu á föstudaginn og byrjuðu daginn á að elda lifur og lungu... eða nýru.. svo var kjötsúpa um kvöldið auðvitað af nýslátruðu.. Þær voru búnar með lifrapylsuna þegar ég mætti á svæðið.. en ég náði í blóðmörinn á laugardeginum..nú svo var að smakka á herlegheitunum.. og það klikkað ekki slátrið hjá henni Boggu frekar en fyrridaginn... með slátrinu voru soðin ..nýru, hjörtu og pungar.... hef ekki smakkað það fyrr.. og held ég láti það alveg vera í framtíðinni. Magnús tók  upp kartöflur með Varmahlíðarfjölskyldunni á laugardaginn og þó svo að sex laðir séu enn eftir í mold fengum við 30 poka af bökunarkartöflum.. svo mikil er stærðin á þeim...  

Faghópurinn

Á föstudaginn fór ég á fund faghóps leikskólastjóra. Þar sem Þorvaldur þorsteinsson sagði okkur hvað væri að frétta úr “Ævintýraskóginum”. Það var gaman að hlusta hans pælingar um það hvað nauðsynlegt sé að lifa í núin eins og sagt er og þekkja sjálfan sig. Honum var tíðrætt um skólakerfið sem hefði þá tilhneigingu að steypa öllum í sama form í stað þess að líta hvern einstakling sem sérstakan og vinna út frá því.  Eins og hann sagði “börnin koma í skólann með fullt af gjöfum,  en þar gleymist að opna pakkana”  Það er nokkuð til í þessu hjá honum.  Vonandi verður nú menntastefna til þess a breyta þessu í framtíðinni.    

Hinsta kveðja

Nú er búið að jarðsetja hann afa minn Svein Magnússon.  En hann lést 26. sept. 87 ára gamall og var jarðsunginn  í Vestmannaeyjum á laugardaginn. .

 júní_II_2008 088mars_2008 148

 Ég var 9 ára gömul þegar ég kynnist honum og ömmu Sissu en það var þegar mamma giftist  stjúpföður mínum honum Magnúsi Sveinssyni.    Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég fékk  fyrstu jólagjöfina frá þeim og á henni stóð  til Heiðu frá ömmu og afa í Hljómó. Eins þegar ég datt og missti meðvitund á skólalóðinni.  Afi sem ég var rétt að byrja að kynnast kom og bar mig inn í skólann  þar sem hann var kennari.  þegar ég fékk meðvitundina aftur var það fyrsta sem ég heyrið .. já ég á svolítið í þessari stúlku. Á þessum tíma var ég  nýungagjörn og það var spennandi að eignast nýja fjölskyldu og mér þótti sjálfsagt að bróður mínum  og mér  væri tekið opnum örmum í þessa nýju fjölskyldu.   Nú nærri 40 árum síðar og reynslunni ríkar geri ég mér ljóst hvað ég var ótrúlega heppin að eignast Svein og Sissu fyrir afa og ömmu.  Því það er ekki sjálfgefið og ég get sagt svo margar svona sögur og ekkert nema svona sögur. Fyrst frá mér, svo  frá dætrum mínum og einnig nú frá barnabörnum mínum. Elsku afi þakka þér fyrir allt og megir þú hvíla í Guðsfriði. Elsku Amma mín  ég votta þér samúð mína.  Guð styrki þig á þessum erfiðu tímum.

Smá mjakast ...

Það er smá  saman að komast mynd á eldhúsið mitt.  Borðplatan kemur á Föstudaginn og flísarnar verða settar á gólfið í kvöld eða annað kvöld.

ágúst 08 059  ágúst 08 058

Þegar það er búið ætla ég að má hurðarnar og setja nýja geirrétt .. eða hvað það nú heitir...  kringum þær og klæða skemmdu veggina...... þá verður þetta nú langt komið.....


Malæka

Ég fór með skemmtilegustu konum á Íslandi í sumarbústaðaferð um helgina.

ágúst 08 053

Það vantaði þrjár í hópinn og var þeirra sárt saknað.   Við ætluðum í upphafi að skella okkur á Höfn til hennar Dídíar en hún var lasin og varð að fresta heimsókninni.  Við sem ætluðum að fara vorum allar búnar að undirbúa  börn og eiginmenn undir það að vera ein heima um helgina og við búnar að pakka niður. 

Því var brugðið  á það ráð að fá ættaróðalið í Grímsnesinu.

Ég var á Haustþingi leikskóla á suðurlandi allan föstudaginn og brunaði svo í Hveragerði að ná í Tobbu.  Við undirbjuggum kvöldmatinn, létum renna í pottinn og undirbjuggum konu hinna. Það rigndi alveg svakalega og öðru hvoru barði haglél allt að utan.  En við létum það ekki á okkur fá grilluðum okkur nýja silung úr Holtsós og boðuðum nýjar kartöflur með.

Það brá ekki útaf neinni venju þegar þessi hópur á í hlut, Guðrún kjaftaði okkur allar í svefn og var svo komin eldsnemma á fætur að elda súpuna hans Stjána handa okkur.

við skelltum okkur í pottinn milli skúra.......

ágúst 08 042

Svo fórum við á Selfoss að versla kvöldmat og kíktum á Vestmannaeyingana sem voru komnir til þess að horfa á leikinn við Selfoss liðið og taka á móti bikarnum .. til hamingju  ÍBV...

ágúst 08 045

Þegar við komum upp í bústað stofnuðum við kór... 7together...Sem Dísa stjórnaði .. við æfðum Malæka kann ekki alveg deil á ljóði og lagi..en nokkuð viss um að það kemur frá Afríku. Við sungum það ..þríraddað og  vorum ornar nokkuð sáttar um kvöldmatarleytið og ákváðum að fara í næsta bústað eftir kvöldmatinn og frumflytja þetta fallega lag fyrir þingmanni okkar í Vg og hans konu.

Það var skondið þegar við komum og sögðumst ætla að syngja fyrir þau. Auðvitað fengum við höfðinglegar móttökur og þau tylltu sér á stóla  og  brostu í kampinn.. áttu sennilega ekki von á öðru en spaugi.....

En svo sungum við þetta alveg eins og englar.... ekki að spyrja að því ... og það breyttist á þeim svipurinn... ég held að þau hafi verið hálf hissa á því hvað þetta var flott hjá okkur... enda með tvær frábærar söngkonur sem leiddu hópinn.

Eftir þessa uppákomu vað önnur uppákoma ..þ.e.  Guðrún tók það að sér að kenna okkur magadans.

ágúst 08 047 

 Með tilheyrandi búningum....því jú þegar textinn  og lagið er komið  á hreint þá þarf að huga að danssporunum....

Þingsmannsparið kíkti svo á okkur og þó svo að þingmaðurinn sé annálaður femínisti  fannst honum  þetta einum of mikið stelpupartý þegar hér var komið við sögu og stoppaði stutt hjá okkur. Við héldum svo sögustund eitthvað frameftir en vorum allar komnar í koju um kl. tvo. Vöknuðum svo eldsprækar í morgun og vorum komnar heim um miðjan dag.

Þegar ég kom heim var allt á fullu í eldhúsinu...   smiðirnir þá búnir að stækka eldhúsið.. eða þannig það vantaði víst einhverja cm uppá að innréttingin passaði á veggina en ... nú er hún  komin upp að mestu leiti.. borðplatan kemur á föstudaginn..það er eins gott því þá á smala ... og ef það verður eins og í fyrra að þá þarf að elda fyrir 40 manns...


Pússa og slípa, pússa og slípa

Já innréttingin mín.. Ég er mjög fegin að hafa misskilið smiðina mína og að þeir komi um næstu helgi en ekki síðustu helgi.  

þetta er geggjuð vinna.. ég er búin að skafa og skafa .. og pússa og pússa og það sést varla högg á vatni þó ýmsir hafi lagt hönd á plóginn.

Þegar við rifum veggklæðninguna af kom í ljós þessi líka bleiki dúkurinn sennilega límdur niður með jötungripi.. eða einhverju álíka.. svo er það tjörupappírinn.. á tveimur stöðum er hann inngróinn í steypuna.

Magnús taldi að það væri hægt að hafa dúkinn ..

hann væri jú í mínum litum... já já örugglega.

ágúst 08 037   

Bleiki dúkurinn og svo 3 dögum seinna.... 

Svo fór málningin  og pússning af veggnum þar sem ekki var dúkur.. og flísalíminu þarf að berja í burtu með afli og látum.

ágúst 08 040

Í gær skelltum við Magnús okkur í bæinn og keyptum veggjaþiljur í boðkrókinn .. ég er sem sagt búin að gefast upp.. enda var hinn kosturinn að múra veggina aftur..og annar  veggurinn er sá  sem á að fara þegar fram líða stundir.

En í kvöld get ég byrjað að mála.. og þá getur maður líka farið að þrífa aðeins í húsinu.  Það er allt í ryki...


Eldhúsið mitt

Nú er ég byrjuð að rífa niður gömlu eldhúsinnréttinguna.  Nýi glugginn komin í og búið að múra að honum aftur. Þetta verður örugglega mikil vinna.  Bæði að ná flísunum af veggjunum og svo klæðningunni í borðkróknum.  Ég byrjaði að  rífa hana frá og sá að þar bakvið var dúkur sem ég held að sé festur með einhverjum tjörupappa.  Í kvöld ætla ég að skafa flísarnar af og sjá hvort ég komist lengra..  

ágúst 08 024


Fílaveiðar

Það var mikið um að vera í sveitinni í gær og fyrradag. Jón þormar og börnin hans, Vilborg og Styrmir komu í árlegu fílaveiðiferðina með honum Magnúsi mínum og Árna Johnsen.  Sá síðastnefndi komst svo reyndar ekki vegna anna en þeir fengu annan Vestmannaeying með sér hann pabba Magga.

ágúst 08 026

 Pabbi aldrei farið í vinnugalla áður Grin

Þeir veiddu um 50 fíla á miðvikudagskvöldið, fóru í ósinn og náðu þar í um 100 Flundrur sem er ný flatfisktegund hér við land .. held ég .. allavega í ósnum okkar. Svo það verða grillaðar  gómsætar Flundrur í matinn hjá Jóni á næstunni ef ég þekki hann rétt.  Í gær þurfti svo að verka fuglana.  Þeir eða þau .... því Vilborg reitti með þeim á fullu, svo var að svíða þá og hausa og svoleiðis...

ágúst 08 027  ágúst 08 031

Svo var að koma gömlu gaseldavélinni út til þess að sjóða fuglinn og að lokum að borða hann. Það kom mér á óvart hvað hann er bragðgóður miða við lyktina sem kemur af honum þegar verið er að sjóða hann og verka.

ágúst 08 033

Það sem ekki var borðað í gær verður saltað og reykt og etið síðar.....

Það verður líklega farin önnur ferð því Johnseninn á eftir að fara í sína veiðiferð..


Útilega á loftinu

Hún Sveinbjörg Júlía var hjá ömmu og Madda um síðustu helgi. Hún var lasin og voðalega þreytt.   ég tjaldaði tjaldinu hennar uppi og lánaði henni dýnu og tepp.  Þegar ég fór svo upp að kíkja á hana því það var svo rólegt þá var hún búin að loka tjaldinu, breiða yfir sig teppi og var stein sofnuð og svaf í meira en tvo tíma.  Vaknaði svo eldhress eftir útileguna og vildi fara út í fjós og gefa beljunum brauð.

Sveinbjörg Júlía


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband