2.6.2009 | 20:29
Afmæli Tobbu
Við vinkonurnar skemmtilegustu konur á Íslandi komum einni úr hópnum okkar já ég vil segja skemmtilega á óvart um helgina. Tobba bauð okkur veislu í tilefni þess að hún var enn 49 ára og þetta voru allra síðustu forvoð. En Tobba er líklega hógværust og rólegust af okkur vinkonunum. Við erum báðar í tvíburamerkinu, en þeir sem eru fæddir undir þeim stjörnum eru taldir vera nokkuð marbrotnir persónuleikar, jafnvel tvær eða fleiri persónur. Þegar við vorum yngri við Tobba töluðum við oft um að ég væri önnur persónan en hún hin. Mjög ólíkar en gátum ekki af hvor annarri séð.
Nú hvað gerist þá þegar hún vill halda ör-boð eins og hún segir sjálf og bjóða aðeins okkur vinkonunum í 7 together and one dry í mat í útilegu.. sem hún elskar að vera í með Hauki sínum. Við hinar tökum til okkar ráða. Þar sem ég á ekki auðvelt með að fara að heiman með bóndann minn þá var ákveðið að halda þessa útilegu hér á Hvassafelli. En við erum líka með þetta fína samkomuhús sem við erum að dunda við að gera upp þannig að veðrið skiptir ekki öllu máli. En komum okkur að aðalefninu það er þessu óvænta. Við tókum okkur til og buðum börnum Þeirra Tobbu og Hauks systkinum þeirra og foreldrum að koma líka og taka þátt í gleði okkar á þeirra vitundar.
Um þrjú byrjað afmælið formlega þegar afmælisbarnið bauð okkur freyðivín og jarðaber. Þar las hún fyrir okkur úr bréfi sem hún sendi vinkonu sinni fyrir 36 árum... í bréfinu segir á einum stað orðrétt ég er enn með Hauk ég love him so muds
Síðan skildu leiðir þeirra i 15 ár eða þangað til hann bankað uppá 29 maí fyrir 21 ári og sagði manstu eftir mér Þetta er nú efni í aðra sögu en í stuttu máli hafa þau ekki mátt af hvoru sjá síðan.
Við vorum búin að sitja á flötinni í smá tíma þegar bílalest kemur akandi eftir suðurlandvegi þeytandi flautur og veifandi blöðrum og fánum. Það var óborganlegur svipur á vinkonu okkar og ekki síður á manni hennar. Hann hentist inn í hjólhýsi.. taldi lærin, fyrst eitt kom svo út... aftur inn taldi næsta og kom út, hristi hausinn og inn í þriðja sinn og taldi síðasta lærið sem hann var með .. kom út og sagði ég er ekki með nóg mat.. En auðvitað vorum við búnar að kaupa fleiri læri þegar ég fékk loks út úr henni Tobbu hvaða mat hún ætlað að bjóða okkur..
En þetta var frábært kvöld við borðuðum í gamla fjósinu sem hlotið hefur nafnið Vil-Borg til heiðurs húsfreyjunni hér til 60 ára. Þetta var frábært veisla sem endaði með vínilplötu diskói og fjöldasöng enda með flotta gítarleikara og eðal söngkonur þær Dísu og Kötu vinkonur okkar.
Við skemmtum okkur konungleg eins og alltaf þegar við hittumst. Ég held að við séum allar sammála því að vinátta okkar er einstök og ómetanleg. Þetta eru ekki bara skemmtilegustu konur á Íslandi... þetta eru líka bestu vinkonur á Íslandi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 3.6.2009 kl. 08:28 | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 55054
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ
þú ert frábær penni, ekkert smá gaman að lesa bloggið og alltaf gaman að koma í sveitina :o)
kv marta
Marta (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.