Vorið er komið

Vorið er komið undir Eyjafjöllum.   Tún eru orðin græn og sauðburður langt komin , allavega á bæjunum í kringum mig.   Við Magnús  erum ekki með sauðfé en eins og ég sagði frá hér  í fyrravor þá gáfu Varmahlíðarfjölskyldan mér lamb.  Sem gengur undir nafninu Anna Heiða.   Þ.e.  fyrri nöfn   okkar Önnu Birnu, sýslumanns og fjárbónda.  Það stóð til að Anna Heiða fjölgaði sér og þá um leið í  fjárstofni mínum.   En nýjustu rannsóknir á Önnu Heiðu  hafa leitt í ljós að líklega er hún geld.    Það er alveg merkilegt hvað fé vill illa til mín.  Peningar hafa aldrei sótt í mína buddu.   Ég hef alltaf þurft að afla þeirra með vinnu.  Aldrei fengið  lotto eða vinning í happadrætti.  Ég var farin að horfa ágirndaraugum á verðhækkun á íbúðinni minn og var farin að leggja drög að því að selja hana  og kaupa mér hlutabréf og vera virk í vitleysunni  sem nú hefur tröllriðið íslensku þjóðinni.   Mér til happs tókst það ekki og ég tapa sennilega minna en margir.. en „gróðinn“ er  glataður.  En  hann Magnús minn fékk einnig lamb á síðasta ári,  í afmælisgjöf.  Bæði þessi  lömb afa verið í fóstri í Varmahlíð.   Ég ætla nú að semja við hann og fá að sameina  þennan fjárstofn, hans gemsi á nefnilega von á sér. 

Sveinbjörg Júlía sveitastelpa  kom til Ömmu Heiðu  og afa  Madda  um síðustu helgi.  Það var mikið gaman að koma í Varmahlíð og skoða nýfæddu lömbin.  Eygló tók flott myndband af henni í fjárhúsinu en það er ekki nokkur leið að koma því á netið svo þessi mynd verður að nægja í bili.

Sveinbjörg  í sauðburði 010 IMG_3290


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já Heiða mín sumir þurfa að hafa fyrir lífunu meira en aðrir, hehe

en vá hvað það er orðið grænt hjá ykkur og þú ert ótrúlega duglega að blogga það er æði

Diljá (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 55054

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband