18.3.2009 | 19:34
Fésbókin
Ég er eitthvað voðalega löt við að skrifa þessa dagana. Sennilega vegna þess að þegar ég fer í tölvuna núna, berst maður með því sem er vinsælast í dag. Hvað er það nú, auðvitað Fésbókin !! . Það er engin maður með mönnum nema að skrá sig þar inn. Bræður mínir hafa verið eitthvað eð berjast á móti en nú er Svenni komin með síðu og búið er að opna síðu þar sem skorað er á Sigurpál að fara að láta sjá sig þar. Guðrún Jóna vinkona mín er búin að þráast við lengi en er búin að láta undan þrýstingi. Kannski er þetta bara skynsemi hjá þeim.. þau verða sennileg alveg húkt á þessu ef þau fara inn.. ef ég þekki þau rétt. En ég er búin að hitta þarna mikið af fólki sem ég hef ekki frétt af í mörg ár. Svo er Schevingarnir búnir að opna ættarsíðu sem er ótrúlega skemmtileg því ég get varla sagt að ég þekki aðra en leggin hans Páls afa og Guðjóns bróður hans. En það bætist nú úr í sumar þegar við skundum á ættarmót á Hellishólum hér í Rangárþingi eystra í sumar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 55054
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.