18.9.2008 | 08:04
Pússa og slípa, pússa og slípa
Já innréttingin mín.. Ég er mjög fegin að hafa misskilið smiðina mína og að þeir komi um næstu helgi en ekki síðustu helgi.
þetta er geggjuð vinna.. ég er búin að skafa og skafa .. og pússa og pússa og það sést varla högg á vatni þó ýmsir hafi lagt hönd á plóginn.
Þegar við rifum veggklæðninguna af kom í ljós þessi líka bleiki dúkurinn sennilega límdur niður með jötungripi.. eða einhverju álíka.. svo er það tjörupappírinn.. á tveimur stöðum er hann inngróinn í steypuna.
Magnús taldi að það væri hægt að hafa dúkinn ..
hann væri jú í mínum litum... já já örugglega.
Bleiki dúkurinn og svo 3 dögum seinna....
Svo fór málningin og pússning af veggnum þar sem ekki var dúkur.. og flísalíminu þarf að berja í burtu með afli og látum.
Í gær skelltum við Magnús okkur í bæinn og keyptum veggjaþiljur í boðkrókinn .. ég er sem sagt búin að gefast upp.. enda var hinn kosturinn að múra veggina aftur..og annar veggurinn er sá sem á að fara þegar fram líða stundir.
En í kvöld get ég byrjað að mála.. og þá getur maður líka farið að þrífa aðeins í húsinu. Það er allt í ryki...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.