29.8.2008 | 17:26
Blómstrandi afmæli
Það hefur verið svo mikið að gera hjá mér undanfarið að ég hef ekki mátt vera að því að skrifa. Ég á enn eftir að segja ykkur frá afmælinu hans Hauks hamingjusama. Það var nú meira fjörið. Við vinkonurnar komum honum svo sannanlega á óvart.
Það var mikill höfuðverkur að finna út hvað við ættum að gefa fimmtugum manni sem á allt. Hans helsta áhugamál er að fara í útilegu með henni Tobbu fallegu konunni sinni og gista í flotta hjólhýsinu þeirra, sem búið er öllum þægindum.... ekkert þar... Jú hann spilar golf og er löngu búin að kaupa sér flottustu golf græjurnar... ekkert þar ... Hann horfir líka á enska boltann og fer á þá leiki sem hann langar til...... hann á allar könnur og handklæði og svoleiðis merkt liðinu sínu sem ég man ekki hvað heitir. Svo elskar hann að vera í sólbaði... er t.d. í sólbaði á Tyrklandi núna. Þessu öllu veltum við upp og pældum. Þá kom Obba með þá snilldarhugmynd að fá trúbadorinn sem spilar uppáhalds lagið hans, sem hann spilar alveg óspart fyrir okkur við öll tækifæri Þetta er ég til þess að koma í afmælið honum að óvörum. Þá var Guðrún Jóna samningamaður hópsins sett í málið og auðvita gekk það .... Ómar Diðriksson ætlaði að koma og taka nokkur lög. Það var alveg óborganlegt að sjá svipinn á Hauk, þar sem hann lá í sólstól í sandölum og ermalausum bol... eða ber að ofan. Fyrst þegar þessi ókunnugi maður gekk inn í salinn og ég tala ekki um þegar hann kynnti sig.
Trúbadorinn varð ekki lítið hissa og glaður þegar hann spilaði lagið Þetta er ég og allur salurinn tók undir með textann á tæru... Svo ég veit ekki hvor var glaðir eftir sönginn afmælisbarnið að fá eftirlætið sitt sungið eða trúbadorinn að heyra undirtektir allra í salnum.
Svo kom goðið okkar og nágranni Hauks hann Magni. Hann var alveg frábær.
Svo var farið á Heiðgrænubrúnina í tjaldborgina sem við vorum búin að reisa þar.
Eða allavega flestir... mitt fellihýsi klikkað..þó ekki þannig að við gætum ekki kúrt þar. Við urðum að láta það hanga á stífunum svo það félli ekki niður..
Við vorum svo blómstrandi alla helgin í Hveragerði við söng, sögur og fjör eins og okkur er lagið. En þegar svo átti að fella það niður hýsið okkar .. gerðist ekkert... það brotnaði eitthvað í sveifinni og svo fór einhver vír... Það endaði með því að binda utan um það og aka því þannig heim.
Það gekk framar vonum því það var töluverð gola...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 3.9.2008 kl. 10:21 | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú alltaf sama fjörið á ykkur vinkonum vona að ég eigi eftir að eiga svona góðar vinkonur þegar ég er orðin GÖMUL hahah
Kveðja úr Danavelid
Hrund (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 20:39
Sama hér, ji hvað ég öfunda ykkur fyrir að vera svona nánar vinkonurnar. Þið eruð alveg æðislegar. Hef líka alltaf sagt að þegar ég gifti mig þá verður saumaklúbburinn hennar mömmu að koma þær eru svo skemmtilegar
Kveðja Hrefna kjóladrottning
Hrefna (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.