Fjölskyldudagur

Þá eru liðnir einu skemmtilegustu  dagar þessa sumars.... Á miðvikudaginn komu Eygló og Sveinbjörg Júlía og  Diljá systir í heimsókn með sína fjölskyldu og hann Elliða vin hans Jóns Gauta.

Ágúst myndir Diljá 022 Jón Gauti og Elliði að taka upp kartöflur

 

Daginn eftir komu svo bræður mínir tveir Sigurpáll og Sveinn með sínar fjölskyldur, mamma og pabbi og Amma Sissa vippaði sér upp í flugvél og flaug á Bakka.. Það var alveg frábær dagur sem við áttum. Það var byrjað á því að borða kraftmikla súpu sem kom sér vel því bræður mínir höfðu vakað eitthvað frameftir kvöldið áður.  Við fórum í gömlu Seljavallarlaugina og það var mikið fjör.

Ágúst myndir Diljá 016

Þá var haldið að Skógum þar sem við fengum okkur  kaffisopa og þau sem ekki höfðu skoðað safnið nýlega litu þar við.

Um kvöldið grilluðum við nauta- folaldakjöt sem við Diljá höfðum lagt í kryddlög fyrr um daginn sem heppnaðist svona líka vel.

Grétar vað með mótorhjólið sitt fyrir austan og Svenni bro fékk að taka í.  Svo var farið að vitja um netin .. jú jú þar voru nokkrir silungar...

Smáfólkið var orðið frekar þreytt þegar þau komu inn um miðnætti eftir mjög svo viðburðaríkan dag.   (Eitthvað erfitt að setja inn myndirnar vona að það takist seinna )

Flestir fóru heim á fimmtudagskvöldið... Svo á föstudaginn þá var bara að undirbúa sig fyrir næsta fjör sem var 50 ára afmæli Hauks hamingjusama í Hverageði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Frábært, sé að sveitalífið er þér ljúft, ég var 4 vikur á Bifröst, var að klára aðra sumarönnina mína í náminu.  Ég kíki við næst þegar við komum í sveitina. :)

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.8.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband