7.8.2008 | 22:02
Þjóðhátíð í Steinahreppi
Nú er sumarið búið... eða hvað??. Hér áður fyrr fannst mér alltaf komið haust þegar þjóðhátíðin var yfirstaðin. Kannski var það vegna þess að júlí mánuður er undirlagður í undirbúning. Eins og hún Hildur mágkona mín skrifaði svo frábærlega um í um í Fréttum í fyrra. Þá er júlí fyrir eyjamenn eins og desember fyrir kristna menn. Allur tími fer í að undirbúa hátíðna, hlusta á þjóðhátíðarlög fyrri ára og læra það nýjasta. Þegar svo allt er yfirstaðið dettur allt í dúnalogn og rólegheit.
Ég var ekki á þjóðháíð í ár. Það er ekki auðvelt að fá fólk í fjósið yfir aðal ferðahelgi ársins og þó svo að bóndinn hafi hvatt mig til þess að drífa mig allavega á sunnudeginum að þá stóðst ég þá freistingu í þetta sinn. En það hefur alloft gerst að ég hafi ætlað mér að vera mjög staðföst og taka þjóðhátíðarhlé en oftast hefur það farið út um þúfur og ég mætt, jafnvel fyrst manna.
En við fengum góða vini í heimsókn og það var haldin lítil þjóðhátíð í Steinahreppi
Varðeldur í Kleinukoti Obba og Óskar að mæta við varðeldinn
Daníel og Lóa að skreyta afmæliskökur Brekkusöngur í beinni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:17 | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.