1.7.2008 | 23:05
57 m/sek í Steinum
Ég má til með að setja hér inn línuritið frá Vegagerðinni sem er hér í Steinum. En veðrið er búið að vera snældu vitlaust seinnipartinn í dag. Mestu hviðurnar fóru í 57 m/sek
Guði sé lof að fiskikarið sem vegur u.þ.b 50 kíló og fauk hér út í Holtsós lenti ekki á einhverjum bíl sem hér fór um þegar verst var. Það brotnuðu rúður í bílum og traktorum. Garðhúsgögnin sem ég hélt að ég væri búin að koma í skjól eru um allan garð.. Við rétt höfðum á koma fellhýsinu í skjól. En það var farið að dansa á hlaðinu. Þetta er eitt versta veður sem ég hef lent í síðan ég kom í Steinahrepp...
En þetta er vonandi að ganga yfir. Annars hef ég það gott er komin í sumarfrí og byrjuð að mála og fl . áður en nýja eldhúsinnréttingin verður sett upp...
Fjúkandi kveðjur úr Steinahreppi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 2.7.2008 kl. 11:21 | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.