vinkonur mínar

 

Mér finnst alltaf gaman að eiga afmæli. Nú þegar veðrið er svona gott er frábært að halda uppá afmæli.  Þó mér hafi oft leiðs það að eiga ekki afmæli á skólatíma þegar ég var barn þá er það svo til gleymt núna.   

Þegar  ég var 25 ára hagað þannig til hjá mér að ég bjó hjá foreldrum mínum og var með fjölskyldukaffiboð í tilefni dagsins og sagði svo vinkonunum að ég biði þeim í veislu þegar ég væri búin að kaupa mér íbúð.. Þegar ég hafði svo keypt mér stóra og góða íbúð var ég langt gengin í 27 ár....Svo ég sendi þeim boðskort  þar sem í stóð.. í tilefni 27 ára afmælis mín ætla ég að halda uppá 25 ára afmælið mitt með matarboði að Áshamri ..  Það var alveg frábært. Grímu kokkur sem nú er orðin landsfrægur eðalkokkur sá um að elda kræsingar í okkur vinkonurnar.

Ég endurtók sama leikinn þegar ég varð 37 og bauð í stelpupartý...

Í fyrra varð ég 47 og varð þá hugsað til þess að ég ætti en eftir að halda uppá 45 ára afmælið mitt.  En þá var ég að flytja í sveitina og byrja í nýrri vinnu þannig að ég ákvað að fresta þessari veislu.  En nú er komin 20 júní þetta líka fallega veður og veðurspá.. svo í kvöld ætla ég en að bjóða mínum frábæru vinkonum í 45 ára afmælið mitt í  tilefn þess að ég er 48 ára í dag.

Það er búið að slá flöt fyrir sunnan bæ, affrysta andarbringur á grillið og greinilega komin hugur ímannskapinn ef marka má mynd sem Tobba sendi  mér af henni, Obbu og Guðrúnu.

jarðskjálfti 231

Vinkonur mínar fögru...

Var að fá þessa frá Guðrúnu Jónu...

 

Litskrúðugar leika sér
léttar, þetta líkar mér.
Fögur fljóð og nýgreitt hár
fegurðardrottning og gleðitár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur til hamingju með daginn Heiða mín, get varla beðið efitr að koma í sveitina til ykkar Magnúsar

Tobba (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:15

2 identicon

Hæ Heiða krútt

Til hamingju með 45 ára afmælið! og góða skemmtun hjá ykkur um helgina

Ágústa (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband