22.5.2008 | 12:52
Kýrnar út i sumarið
Þá er maður búin að fara til Færeyja. Það var virkilega gaman að koma þangað. Ég ætla að reyna að reyna að skrifa smá ferðasögu á næstunni er það verður tími frá bústörfum. En þegar við komum heim á mánudaginn sáum við að grassprettan er orðin svo mikil og veðurfar gott að það var ekki eftir neinu að bíða með að setja kýrnar út. Magnús fór því í það að yfirfara rafmagnsgirðingarnar í kringum hagana sem þær byrja á að fara á. Það er svo fyndið þegar þessir hlunkar hendast út og hoppa og sparka um allt. Í gærkvöldi sló ég svo blettinn umhverfis húsið. Það tó óratíma því sprettan er svo mikil. Var endalaust a drepa á sláttuvélinni.
Í kvöld ætla ég svo að fara og hitta Skógaskólahópinn. Við ætlum að hittast í líkamsræktarstöðinni hjá henni Unni, sprikla svolítið með henni, fara í heita potta og svo að borða saman. Mikið hlakka ég til. Það er svo langt síðan ég hef hitt þessar elskur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er með ykkur í huganum heiða mín
knús steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.5.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.