13.5.2008 | 17:18
Rólegheitin í sveitinni
Það viðraði vel til vorverka í Steinahreppi þessa helgi sem er gott því það er í mörg horn að líta. Hvítasunnuhelgin liðin og fyrstu kálfarnir komin út. Til þess að þurfa ekki að hlaupa um allar trissur á eftir kálfum sem aldrei hafa komið út fyrir hússins dyr rákum við þá upp í litla kerru og selfluttum út á tún. Læsingin á kerrunni var eitthvað léleg og til þess að fyrirbyggja að kálfarnir gætu hoppa út úr kerrunni stóð ég aftan á með kálfunum.... þetta var svona eins og í bekkjabíl á leið á þjóðhátíð nema þarna voru kálfar en ekki fólk.
Það er verið að búa til nýtt tún í mýrlendi suðuraustur af bænum. Ég hélt að svona tún yrði hér um bil til af sjálfu sér en það er alls ekki. Fyrst er að grafa skurði í kringum það svæði sem á að nota svo þarf að plægja svæðið, næst að pinnatæta, slóðdraga, sá og bera á áburð og síðan að valta yfir allt saman. Æi ég er ekki alveg viss um að þetta sé í réttri röð. En hvert þessara atriða er hátt í dagsverk og meira með því að koma vélum og tækjum á staðinn. Auk þess þarf að bera á öll önnur tún, ekki of snemma og ekki of seint, ekki í rigningu og ekki í roki... Svo er það þetta daglega.. gefa kúm og kálfum, hirða dýrin og dreifa skítnum..
Þetta er lífið í sveitinni og ég brosi stundum í kampinn og svara játandi þegar fólk spyr er ekki dásamlegt að vera komin úr erli borgarinnar í rólegheitin í sveitinni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.