13.5.2008 | 17:19
Skoðaði á þeim afturendann
Hann Magnús minn skrapp austur á Reyðafjörð í síðustu viku til þess að ná í traktor sem hann var að kaupa og ók honum svo heim. Þannig að ég var bústjóri á meðan og fékk þau skilaboða að fylgjast með kúnnum sem eiga að bera á næstu dögum. Ég fór því í stígvél og fjósagalla og inn í stíurnar til kúnna og gekk á milli þeirra og skoðaði á þeim afturendann ef einhver merki um burð væri að ræða. Á meðan velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera ef kálfur stæði í kúnni .... Því það getur verið tveggja, þriggja fílelda manna verk að ná kálfi úr kú sem ekki getur borið sjálf. En sem betur fer þurfti ég ekki að hafa áhyggjur af því. Allt var með besta móti og ég rumskaði þegar hann Magnús minn skreið uppí til mín um nóttina örugglega frekar lúinn eftir akstur til Reykjavíkur, flug á austfirði og 16 tíma akstur á dráttarvél...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hafðu fallegan laugardag
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.