5.5.2008 | 16:47
Stofnfé í fjárbúskap
Um helgina fékk ég boð um það að koma út í Varmahlíð. En þar búa Anna Birna sýslumaður og Siggi sýslumannsfrú ásamt börnum sínum. Ég hugsaði með mér að nú væri hún Anna Birna með hlaðið veisluborð eins og hennar er von og vísa og vildi láta okkur njóta þess. Þegar við komum á staðinn voru þar fyrir um tugur manna frá bifhjólasamtökum að skoða aðstæður fyrir hátíðahöld þar í sumar. Anna Birna kallar þá allan hópinn og sérstaklega mig að fjárhúsum sínum. Þar kynnti hún mig sem húsfreyjuna á Hvassafelli, sambýliskonu Magnúsar og tilvonandi eignkonu !! (en hún bíður spennt eftir því að fá að gefa okkur saman). Hún tók upp nýfætt lamb markaði það með marki Magnúsar og afhenti mér og sagði þetta gjöf frá fölskyldunni í Varmahlíð. Því fylgdi uppihald með fénu þeirra en hún sagði jafnframt að þetta tryggði að fénu yrði vatnað og gefið hey á vetrum þegar þau væru ekki heima. Sem við höfum gert þegar við gefum vetrungum okkar sem eru í húsi þeirra, svo ekki þurfti að launa það með lambi. Yfir mig buldu hamingjuóskir frá bifhjólamönnum í leðurjökkum með tagl í hári og alskegg. En sem sagt nú á ég eina mórauða gimbur sem að sjálfsögðu fékk nafnið Anna og mun væntanlega verða stofnfé í væntanlegum fjárbúskap...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Heiða hjartanlega til hamingju, þetta verður lukkur ær
Ester Sveinbjarnardóttir, 7.5.2008 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.