Logn í Steinahreppi og Eygló til Kína

Það er frábært að búa í Steinahrepp núna.  Á hádegi á sunnudag var 14 stiga hiti og logn.  Ég notaði helgina til þess að taka til í garðinum og hreinsa allskonar dót úr  bæjarlæknum sem endað hafði flug sitt þar í stormum vetrarins. Eygló mín er flogin til Kína.  Hljómsveitinn hennar Vicky Pollard  ætlaði að spila þar stórri rokktónlistarhátíð.  En fyrir  helgi var þeim tilkynnt að það væri búið að fresta tónleikunum.  Sennilega útaf mótmælunum í tengslum við  ólumpíuleikana og Tíbet.

En það var ekki aftur snúið. Þau eru búin að borga ferðina og uppihald þannig það var ekki annað að gera en að skella sér út.  Ég vona bara að þau fái að spila einhvers staðar og að yfirvöld rugli henni ekki saman við Björk.  Því eins og þeir sem til þekkja vita  geta þær verið áþekkar þegar búið er að setja upp maskann.

Hér er hægt að fylgjast með hljómsveitinni

 http://www.myspace.com/vickypollardmusic

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flott hjá þér og henni litlu, sem ég get ekki hugsað fullorðna.

blessi þig kæra heiða

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 19:04

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl, ég hitti frænda Magga míns, eða Magga Gröndal á laugardaginn og hann sagði mér fréttir af Kínaferðinni, kærasta hans Eyrún er bassaleikari í sveitinni.  Heyrði að þetta er búið að vera ævintýralegt og þeim var vel tekið, enda flott hljómsveit.  Við fórum á tónleika hjá þeim á sumardaginn fyrsta í Hafnarfirðinum og var það hálfgildings ættarmót, þær Sveinbjörg Júlía og Selma Rún fóru upp á svið og tóku þátt í atriðinu.  Ég gat ekki annað en dáðst af því hversu vel Eygló tæklaði þessa óvæntu dansara.

Ester Sveinbjarnardóttir, 7.5.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband