10.4.2008 | 19:37
Ég og fjósastörfin
Við erum með 60 til 70 mjólkandi kýr svona eftir því hvaða árstíð er. Fjósið okkar er nokkurn vegin sjálfvirkt. Þar er róbóti sem kýrnar fara sjálfar í þegar þær vilja láta mjólka sig bæði vetur og sumar. Við fylgjumst svo með stöðu mála í tölvu í kaffistofu fjóssins sem gárungar sveitarinnar kalla Pentagon. Flestar kýrnar fara tvisvar á sólarhring í mjöltun sumar oftar. Fjósið er byggt upp eins og litið völundarhús og þurfa þær að fara í gegnum róbótann til þess að komast í fóðrið (hey, fóðurbætir og brauð) sem gerir það að verkum að þær fara viljugri og oftar í gegn. Mér finnst það í raun ótrúlegt hvað þetta virkar vel.
Í fyrravor fór hann Magnús í þriggja sólahringa fer norður í land að sækja einhver verðmæti sem hann keypti þar. Ég hafði verið frekar dugleg að aðstoða hann í fjósinu um helgar þegar ég kom austur þannig að ég var nokkurn vegin farin að átta mig á því hvernig þessar sjálfvirku græjur virkuðu og hvernig kýrnar höguðu sér og hvað maður þarf að gera. Það var því ákveði að ég tæki að mér bústörfin.
Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég upplifi það að ráða engan veginn við það verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur.
Þessar kýr voru sko ekki samvinnufúsar...Það var búið að hleypa þeim út eftir veturinn og þær voru í svo góðum haga að þær létu ekki sjá sig í mjöltun í marga klukkutíma og þegar þær komu inn voru þær skíthræddar við róbótinn og fjósið því það hafði einmitt þessa daga verið fenginn maður til að háþrísti þvo fjósið. ...þannig að ég, til þess að standa mig í hlutverki bóndans þurfti annaðhvort að vera hlaupandi á eftir þeim um allt tún og reka þær inn í fjós og eða loka þær inni sem ekki höfðu farið í gegnum róbótann. Svo voru sumar orðnar svo útþandar af mjólk að róbótinn náði ekki að setja á spenana. Ég varð því að leggjast undir þær og vera tilbúinn að skella sogtúttunum á júgrin á réttu augnabliki.. Dí.... og svo þurfti að hella niður mjólkinni eftir helgina... klikkaði á því að kveikja á mjólkurtanknum þegar hann var tæmdur og ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri slökkt á honum.....
Ég get sagt ykkur að ég var alveg búin þegar hann Magnús minn kom heim. Þrátt fyrir þetta allt saman var hann bara ánægður með mig en viðurkenndi þó að þetta hefði verið helst til of langur tími fyrir mig að vera ein með fjósið svona í fyrsta skipti og að sennilega hefði ég verðið of samviskusöm.. því þær kæmu alltaf fyrir rest í mjaltir, brauðið, og fóðurbætirinn...
Svo sennilega gengur þetta betur næst. ...
Í fyrravor fór hann Magnús í þriggja sólahringa fer norður í land að sækja einhver verðmæti sem hann keypti þar. Ég hafði verið frekar dugleg að aðstoða hann í fjósinu um helgar þegar ég kom austur þannig að ég var nokkurn vegin farin að átta mig á því hvernig þessar sjálfvirku græjur virkuðu og hvernig kýrnar höguðu sér og hvað maður þarf að gera. Það var því ákveði að ég tæki að mér bústörfin.
Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég upplifi það að ráða engan veginn við það verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur.
Þessar kýr voru sko ekki samvinnufúsar...Það var búið að hleypa þeim út eftir veturinn og þær voru í svo góðum haga að þær létu ekki sjá sig í mjöltun í marga klukkutíma og þegar þær komu inn voru þær skíthræddar við róbótinn og fjósið því það hafði einmitt þessa daga verið fenginn maður til að háþrísti þvo fjósið. ...þannig að ég, til þess að standa mig í hlutverki bóndans þurfti annaðhvort að vera hlaupandi á eftir þeim um allt tún og reka þær inn í fjós og eða loka þær inni sem ekki höfðu farið í gegnum róbótann. Svo voru sumar orðnar svo útþandar af mjólk að róbótinn náði ekki að setja á spenana. Ég varð því að leggjast undir þær og vera tilbúinn að skella sogtúttunum á júgrin á réttu augnabliki.. Dí.... og svo þurfti að hella niður mjólkinni eftir helgina... klikkaði á því að kveikja á mjólkurtanknum þegar hann var tæmdur og ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri slökkt á honum.....
Ég get sagt ykkur að ég var alveg búin þegar hann Magnús minn kom heim. Þrátt fyrir þetta allt saman var hann bara ánægður með mig en viðurkenndi þó að þetta hefði verið helst til of langur tími fyrir mig að vera ein með fjósið svona í fyrsta skipti og að sennilega hefði ég verðið of samviskusöm.. því þær kæmu alltaf fyrir rest í mjaltir, brauðið, og fóðurbætirinn...
Svo sennilega gengur þetta betur næst. ...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:18 | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.