31.3.2008 | 21:19
Eldhúsið okkar
Þessa dagana fara flestar frístundir mínar í að hanna eldhúsið okkar. Gamla innréttingin er alveg að niðurlotum komin sem og eldhústækin. Það hefur reyndir látið á sjá eftir að ég tók við því í ágúst s.l. Eins og Siggi í Varmahlíð segir eru það sennilega hreyfingarnar. Bogga er svo róleg og yfirveguð í vinnu sinni í eldhúsinu en það er eitthvað sem fáir segja um mig. Þar gildir frekar hraði og hvatvísi... sem sumir kalla stundum brussugagna.. En þreyttar hurðar á neðriskápum eru t.d. farnar að tína tölunni. Það er bara eitt smá vandamál... það er að við Magnús minn erum ekki alveg sammálu um hvað þarf að gera og hvernig við viljum hafa þetta. Á föstudagskvöldið sat ég með tölvuna í fanginu og þetta frábæra forrit frá Ikea þar sem maður hendir heilu skápunum hornanna á milli og getur búið til allskonar eldhús eftir eigin máli og smekk. Ég sagði honum að nú væri ég komin að niðurstöðu með þetta eldhús.. og hann brosti og sagði .. já og heldur þú að það sé endanleg núna? Ég helt það og sýndi honum nýjustu teikninguna og í leiðinn sagði ég honum að hönnun á íbúðarhúsnæði sé eitt af mínum áhugamálum og hafi verið það lengi þannig að hann geti alveg treyst mér í þessu bara.. samþykja. Svo til að tryggja að ekkert færi á milli mála um það sagði ég við hann og þetta átti að vera staðhæfing. En þú ert nú mjög sáttur við það sem ég hef gert tillögur um hér og við höfum breytt -, eins og t.d. herbergin uppi... er það ekki Svarið sem ég fékk var næsta spurning Heiða mín Ubs... En daginn eftir hannaði ég eldhúsið uppá nýtt og svei mér þá ég held að ég sé komin að niðurstöðu... og við erum bæði sátt við hana.. hann meira að segja farin að velta fyrir sér hvernig best sé að brjóta niður veggi og fl..... |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.