17.3.2008 | 16:58
Smölun í haust
Góða daginn Mikið var þetta frábær helgi. Veðrið var svo gott að maður fór ekki inn í hús nema í rétt til að finna til mat handa liðinu. Þegar við sátum í pottinum á föstudagskvöldinu undir stjörnubörtum himni var veðrið svo stillt að við heyrðum vélarnar malla í loðnuskipunum 10 sem voru að leita að loðnu í fjörunni okkar... eða þannig.. Í morgun fór ég svo hér uppí fjall með honum Bjarna vini mínum sem er hjá stundum hjá okkur. Hörku ganga hér beint upp Steinafjallið . Reyndar bara að klettabeltinu.. Hef ekki lagt í það síðan ég fór að smala hér um árið og tók þessa frábæru mynd sem hægt er að sjá í myndaalbúminu. Einn vinur minn var eitthvað efins um að ég hefði í raun tekið hana en ég segi það satt .. klífa skriður, skríða kletta... þarna fór ég.. í sep. 2007. En ég fór ekki í fyrra þegar það var smalað af fjallinu í október s.l. Þá var ég orðin húsfreyja á bænum og eins og sannri húsfreyju sæmir þá sá ég um matargerðina. Það gekk mjög vel að smala af fjallinu. Það var svo mikið rok að börnin sem voru að smala með okkur fuku á eftir rollunum.. kannski var það þess vegna sem þetta gekk svo hratt ...en svo byrjað ballið...Ein og ég sagði stóð til að grilla heilt lamb ... Magnús fékk Fýrana undan fjöllunum til að koma með grillið sem þeir höfðu hannað til þess að grilla lambið. Vegna þess hve vel hafði tekist að smala var ákveðið að flýta matnum. Eitthvað urðu þeir Fýrarnir stressaðir og óundirbúnir og eins og Palli á Eyri sagði vitið þraut við að flýta þessu...Þeir settu trékassa undir kolin.. svo bilaði það sem snéri lambinu og þeir kveiktu í öllu draslinu..... . Palli kom inn mín og sagði að það logaði í öllu og bað um vatn. Ég hentist til. Náði í vatnskönnu og ætlaði að fara að láta renna í hana þegar Palli sagði nei þetta er ekki nóg það þarf slöngu... Og fólkið streymdi að bæði smalar og áhorfendur. Það náðist að slökkva eldinn áður en kjötið brann og ekki um annað að ræða en að brytja lambið niður og skella því á gasið.... þá kom sér vel að eiga tvö grill og pabba sem er vanur að grilla . Bjó til 10 lítrar af sósu og grænmeti og skellti þessu á hlaðborð.... Fyrir utan smala eins og Rút og Guðbjörgu, Sigurjón og syni, mína fjölskyldu sem taldi 13 manns var mættur sjálfur Árni Johnsen og frú.. Ási Friðriks og einhver kall með honum auk tveir eða þrír menn sem ég kann ekki alveg skil á. Hildu hans Sigurpáls skildi ekkert í öllu þessum mannskap og spurði mig hvort ég þekkti allt þetta fólk sem gengi bara út og inn um húsið og fengi sér að borða. Þá kom kallinn sem kom með Ása og spurði. Hver er húsráðandi hér ? Hverjum á ég að þakka fyrir matinn... já svona er lífið í sveitinni. |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.