Óveður

12. feb. 2008 Þá er lokskins komið logn í sveitinni.. kannski bara á undan öðrum stormi eins og undanfarnar vikur. Frá því í desember hef ég verið veðurteppt heima hjá mér samtals í sex daga. Það hefur aðallega verið út af fárviðri. Uppáhalds vefur minn þessa daga er vefur vegagerðarinnar. Þar get ég séð hve vindhraðinn er á 15 mín fresti í Steinum og í Hvammi þar sem ég þarf að aka framhjá á leiðinni í vinnuna. En veðurstöðvar á þessum stöðum auk Stórhöfða státa af mesta vindhraða á landsvísu. Nú er svo komið að ég er orðin þvílíkur veðurfræðingur. Þegar ég vakna á morgana.. (já eftir að við fluttum í herbergi niðri sef ég eins og steinn þó svo Kári lemji allt að utan).. og það myndast mikill þrýstingur inni í húsinu í vindhviðum , viftan í eldhúsinu hjá mér slæst mikið til eða ég sé ekki út í næstu girðingu kveiki ég á tölvunni til að athuga veðrið. Ef vinhraðinn er farin að nálgast 30m/sek og hviðurnar komnar í 40 – 50m/sek. hoppa ég uppí aftur og breiði upp fyrir haus. En ég er þar ekki lengi því a milli hviða held ég að það sé að lægja og ég geti farið að drífa mig.. það að vera veðurteppt gerið það að verkum að maður verður órólegur. En sem betur fer er það ekki bara ég sem er heima heldur líka börnin í nágrannasveitum svo þetta verða rólegir dagar í skólanum . Nú svo er ég komin með verkefni heim sem ég get unnið í rólegheitum..en þá þarf ég líka að hugsa um matinn og ganga frá og gefa kaffi og ganga frá .. Það er eitt sem ég hef aldrei verið hrædd við og það er veður.. nema á fimmtudaginn fyrir rúmri viku. Þá var veðrið hjá okkur snælduvitlaust..þá er ég að tala um vinhviður sem ná allt upp í 45- til 55 m/sek. Vegagerðavefurinn var eitthvað seinn með upplýsingar en textavarpið sagði 20m/sek. um hádegi þannig að ég var farin að hugsa mér til hreyfings. Einn sveitungi minn dreif sig af stað og gekk bara vel.. n.b. hann hefur búið þarna í 2 X 25 ár. Þær á Hvolsvelli sögðu að það vær bara fínasta veður í þorpinu. Nú svo ég lagði af stað. Það var fljúgandi hálka og vindinn hafði andskotans ekkert lægt. Það kom vinhviða og bíllinn minn sem annars er frábærlega stöðugur, 4x4 og á nýjum negldum dekkjum dansaði á veginum milli stika eins og vanur ballettdansari... Hjartað í mér hoppaði til og frá.. ég var svo sem ekki hrædd um að bíllinn færi útaf.. það var verra ef hann fyki og hvolfdi. Ég tók á það ráð að keyra út af veginum þar sem ég var að koma að brú og réði ekki hót við bílinn. Þarna sat ég titrandi og skjálfandi.. bíllin eins og á rúmsjó í hviðunum og ekkert símasamband. Síminn datt þó loks inn eftir um 10 mín og ég gat hringt í Magnús og þeir bræður komu og sóttu mig. Ég hefði setið þarna og beðið eftir logni ef ég hefði ekki náð í hann. En ég held að bróðir Magnúsar hafi verið alveg jafn hræddur og ég. Sérstaklega þegar spegillinn fauk af bílum og út í ós... Það hafði ekkert lægt.. hviðurnar í Steinum voru 45- 55m/sek.. þennan tíma sem ég var að reyna að komast í vinnu en það var komið fínt eður sitthvoru megin við okkur. Þennan dag fauk líka lokið á pottinum þó það væri strekkt yfir það. Og nú þegar snjóa leysir örkum við skötuhjúin hér með skurðum til þess að freista þess að finna lokið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband