Úr sveitinni

19. október 2007 Þá er komin föstudagur.. ekki beint skír og fagur.. ég er svo fegin að ég hætti við að fara til eyja..hefði ekki nennt að veltast með gubbólfi í dag... Við Tobba erum nú búnar að fara nokkrar ferðir saman með þessu skipi .. hún sofandi og ég gubbandi.... það eru ekki nema nokkur ár síðan við vorum samferða..ég hélt að það væri besta veður. held það hafi verið á goslokunum við fórum aðeins á undan ykkur í 7together .. ætluðum að sitja uppi og spjalla saman.. við vorum rétt komin út fyrir hafnagarðana Þorlákshöfn þegar ég þurfti að skríða í koju..... Í gærkvöldi gengum við Magnús frá lambaskrokkunum okkar.. það voru fimm lömb og einn sauður.. vitið þið hvað sauður er...?? Það er lamb sem er orðið veturgamalt....eins árs, yfirleitt eru það lömb sem er lítil og ræfilsleg á haustin og þess vegna látin lifa lengur.. ef það eru hrútar þá eru þeir geldir.. svo það komi ekki hrútabragð af kjötinu. Ein kona - frænka Guðrúnar sem er uppalin undir eyjafjöllum sagði mér einu sinni að hrútabragðið væri eins og bragð af sæði. En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Eitthvað af þessu fer í reykingu... tvo lærin verða svona hrá.... með piparrótasósu...... manstu Dísa í Þórsmörk .. við hreinleg hökkuðum það í okkur... það verður á jólahlaðborðinu.. nú svo úrbeinaði ég hryggina og læri.. það gekk nú ekki eins vel með lærin, þarf eitthvað að ná þeirri tækni fyrir næsta haust.... En hvernig er það eigið þið uppskrift að gröfnum lax... ég þar eitthvað að gera við laxinn sem við höfum verið að fá í ósnum.... Jiii minn ég er orðin svo mikil búkona.....að ég er alveg að kafna í þessu.. Svo fæ ég dúllurnar mínar á morgun Hrund er að fara í náttfarapartý og Eygló er að spila alla helgina og í gær og í fyrradag á Airwaves.. þau áttu að spila eitt kvöld en það eru nú eru það öll kvöldin þannig að hennar draumur er heldur betur að rætast... var viðtal við þau í Reykjavík fm í gær.. ég missti nú af því .. næ ekki rásinni heima og var ekki komin í vinnu....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband