Færsluflokkur: Spaugilegt
20.2.2008 | 16:39
Kýr nr. 69 Haustverk í sveitinni
Í gær hjálpaði ég Magnúsi við að koma einni frekar þrjóskri belju inn í fjós í . Ég held ég græði á því hvað hann er vanur að sinna þessum skepnum sem allar hafa sinn karakter. Til dæmis ef ég þar að koma einhverjum leiðinlegum skilaboðum á framfæri... þá svara hann bara brosandi "Heiða mín er ekki nöldurhornið búið í þessari viku" En þetta með kúnna í gær. Það voru einar sex kýr sem átti eftir að koma inn. Ein var búin að eiga kálf þarna úti á túni þannig að það varð að koma henni inn. Það gekk vel að ná þeim úr kálfastóðinu og koma þeim inn í fjósið. Þær fimm sem ekki eru bornar fóru eins og skot í sinn bás en sú sjötta var ekki eins viljug og hentist út, uppá veg og niður á tún. Magnús fór á fjórhjólinu á eftir henni og oftast er þær svo hræddar við hjólið að þær hlíða. Nei ekki þessi nr. 69 (kann ekki nöfnin enn) hún hentist á allar girðingar og tætti fram hjá bóndanum .. Ég horfði á þetta úr fjarlægð og þegar ég hvorki sá kúnna né heyrði í hjólinu stökk ég inn í bíl og brunaði úr á tún. Þar lágu þau saman Magnús og kýrin eða hann lág ofan á henni með puttana upp i nösunum á henni. Hann sagði mér að setjast ofan á hausinn á kúnni og toga í nasirnar á henni þá yrði hún kyrr á meðan hann næði í traktorinn og múl. Hann taldi að við myndum ekki ná henni öðruvísi heim. Dísösss.. ég var hrædd um að ráða ekki við þetta flykki en hann sagði að ef ég togað bara vel í nasirnar hreyfði hún sig ekki og svo fór hann... Nú þarna lá ég ofan á hausnum á beljunni með puttana uppí nösunum á henni (var sem betur fer í vinnuhönskum) og togaði og togaði... Hann var sem betur fer fljótur í förum og að setja múlinn á band brjálaða kúnna. Svo ók hann af stað með kúnna í eftirdragi spyrnandi öllum fjórum fótum og ég akandi mínum bíl á eftir... Kýr nr. 69 var úrvinda og búin á því þegar við komum fjósið og ég held að hún hafi líka verið búin að gera sér grein fyrir því hver réði í þessu fjósi....... og var fljót í básinn sinn og ég dreif mig heim í eldhús...... |
Spaugilegt | Breytt 21.2.2008 kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 55054
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar