Heiða Björg Scheving
Hver er Heiða Björg. Ég er mamma, á tvær ungar, frábæra konur sem eiga góða maka og yndisleg börn. Ég er húsmóðir og leikskólakennari og hef gaman af því að skrifa stutta pistla um það sem á daga mína drífur og senda það síðan vinum og ættingjum. Nú ætla ég að færa út kvíarnar og safna þeim saman hér á þessari bloggsíðu. Ég varð fyrir því láni að fæðast og alast upp á eyjunni fögru og frábæru suður af Ísland. En ýmis atvik í lífinu hafa gert það að verkun að ég hef alið manninn að mestu leiti á höfuðborgarsvæðinu. Eða þangað til í sumar að ég hóf sambúð með bónda og gerðist bóndakona. Eitthvað sem engin átti von á og allra síst ég sjálf. En svona er lífið ekkert er öruggt og ekkert fyrirsjáanlegt. Auk þess að vera bóndakona starfa ég með fullt af góðu fólki og börnum í leikskóla. Svo er ég í tveimur klúbbum. Annar samanstendur af nokkrum skólasystrum úr Skógaskóla veturinn 1985 86 sem hafa haldið hópinn síðan. Hinn klúbbinn köllum við sem í honum eru 7together and one dry... það er allt of langt mál að útskýra nafngiftina. En við erum hvor annarri algjörlega ómissandi og höfum verið, allavega sumar frá því við vorum unglingar. Við hittumst að minnsta kosti einu sinni í mánuði, erum í tölvusambandi á hverjum degi og förum saman í útilegur á sumrin. Það eru helst skrif mín til þeirra sem er kveikjan að þessu bloggi mínu.
| |
Um bloggið
Gaman saman
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 55054
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar