Vicky til hamingju

Þá er byrjuð ný vinnuvika.  Síðasta vika var frekar annasöm. Ég var með foreldrafund á miðvikudaginn og svo starfsdagur á föstudaginn. Báðir þessir dagar þurftu töluverðan undirbúning og vinnu.  Fyrir foreldrafundinn var ég búin að gera þessa líka fínu Power Point sýningu þar sem ég ætlaði að fara yfir  ársskýrslu leikskólans fyrir síðasta ár og starfsáætlun fyrir komandi starfsár.  En ekkert virkaði.. svo ég varð að láta nægja að tala. Það er greinilega ekki nóg að kunna á forritið... það þarf líka að kunna að tengja.

Á föstudaginn var svo skipulagsdagur hjá okkur sem gekk aðallega út á að efla og viðhalda starfsgleði í leikskólanum og gekk  alveg glimrandi vel. Í lok dagsins fengum við  Karl Ágúst til þess að berja bumbur með okkur .. eða réttara sagt trommur.  Það var alveg geggjað, mæli með því fyrir svona hópa.  Svo snæddum við saman kvöldverð á Hótel Hvolsvelli og sprelluðum svolítið fram eftir kvöldi.

En ég varð nú að viðurkenna að ég var frekar dösuð eftir þessa vikur og gerði lítið annað en að sjá um mat fyrir kallan mína sem djöfluðust við að skipa um þak á gamla fjósinu.  Það stendur nefnilega  til að halda þar uppá afmælið hans Magnúsar í nóvember.

Svo verð ég að nefna að hún Eyglómín  og félarar hennar í Vicky  eru aldeilis að láta gamlan draum rætast því diskurinn þeirra Pull hard er komin út...

Hún var varla farin að tala þegar hún var farin að syngja eins og engill .. Þó þetta sér nú ekki beint englasöngur þetta kraftmikla pönkrokk.. sem hún syngur núna þá  gerir hún  það vel... Áfram krakkar þetta er frábært hjá ykkur og til hamingju með diskinn..

 

Ágúst myndir Diljá 107

http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/10/26/fellibylurinn_vicky/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband