Slátur

 En við tókum 37 slátur um helgina takk fyrir túkall... ..ég Bogga, Elín, Guðlaug og Díana .. ég veit nú ekki alveg hvenær það á að borða þetta.. því  ég sauð restina frá því í fyrra í síðustu viku í hundinn...En hún Bogga er alveg ákveðin í að halda í hefðina... þær mæðgur mættu á föstudaginn og byrjuðu daginn á að elda lifur og lungu... eða nýru.. svo var kjötsúpa um kvöldið auðvitað af nýslátruðu.. Þær voru búnar með lifrapylsuna þegar ég mætti á svæðið.. en ég náði í blóðmörinn á laugardeginum..nú svo var að smakka á herlegheitunum.. og það klikkað ekki slátrið hjá henni Boggu frekar en fyrridaginn... með slátrinu voru soðin ..nýru, hjörtu og pungar.... hef ekki smakkað það fyrr.. og held ég láti það alveg vera í framtíðinni. Magnús tók  upp kartöflur með Varmahlíðarfjölskyldunni á laugardaginn og þó svo að sex laðir séu enn eftir í mold fengum við 30 poka af bökunarkartöflum.. svo mikil er stærðin á þeim...  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ja hérna 37 slátur, það er aldeilis myndarskapurinn.

kveðja. Gunna.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.10.2008 kl. 00:36

2 identicon

Þið eruð ótrúlega dugleg, en mér væri alveg sama þó ég smakki ekki... hefur eitthvað með að gera úr æsku  

vorum á fundi á leikskólanunm hjá Töru Sól og hún hafði teiknað mynd af fjölskyldunni og hundinum sínum Mola og kisu, held hún sakni ykkar í sveitinni, leikskólakennararnir sögðu að hún talaði oft um ykkur og Mikka

jæja þetta ætti að vera nóg

kv. Diljá, Ingi og börnin sem elska sveitina ykkar

Diljá og Co (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:12

3 identicon

Já það vantar ekki myndaskapinn á þennan bæjinn.

En ef þú ert í einhverjum vandræðum með þetta þá getur þú bara sennt það í sultið í Danaveldi haha

Nei nei við höfum það mjög gott hérna út söknum ykkar að vísu mjög mikið og vonum að þið getið farið að koma í heimsókn til okkar. Ég ætla að hringja í Dabba eftir helgi ef hann verðu ekki búin að laga þetta hel.... gengi haha

 Kveðja Odensegengið sem setndur í stað......

Hurnd (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 54954

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband