Hinsta kveðja

Nú er búið að jarðsetja hann afa minn Svein Magnússon.  En hann lést 26. sept. 87 ára gamall og var jarðsunginn  í Vestmannaeyjum á laugardaginn. .

 júní_II_2008 088mars_2008 148

 Ég var 9 ára gömul þegar ég kynnist honum og ömmu Sissu en það var þegar mamma giftist  stjúpföður mínum honum Magnúsi Sveinssyni.    Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég fékk  fyrstu jólagjöfina frá þeim og á henni stóð  til Heiðu frá ömmu og afa í Hljómó. Eins þegar ég datt og missti meðvitund á skólalóðinni.  Afi sem ég var rétt að byrja að kynnast kom og bar mig inn í skólann  þar sem hann var kennari.  þegar ég fékk meðvitundina aftur var það fyrsta sem ég heyrið .. já ég á svolítið í þessari stúlku. Á þessum tíma var ég  nýungagjörn og það var spennandi að eignast nýja fjölskyldu og mér þótti sjálfsagt að bróður mínum  og mér  væri tekið opnum örmum í þessa nýju fjölskyldu.   Nú nærri 40 árum síðar og reynslunni ríkar geri ég mér ljóst hvað ég var ótrúlega heppin að eignast Svein og Sissu fyrir afa og ömmu.  Því það er ekki sjálfgefið og ég get sagt svo margar svona sögur og ekkert nema svona sögur. Fyrst frá mér, svo  frá dætrum mínum og einnig nú frá barnabörnum mínum. Elsku afi þakka þér fyrir allt og megir þú hvíla í Guðsfriði. Elsku Amma mín  ég votta þér samúð mína.  Guð styrki þig á þessum erfiðu tímum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Fallegt Heiða.

Votta samúð mína.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.10.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 54954

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband