Flugur

24. ágúst 2007 En á ég ýmislegt ólært í ¬ sveitinni.. Það nýjasta sem ég læri er að gleyma ekki slökkva ljósin... En þannig er að við erum nú farin að nota baðherbergið niðri meira en áður. Bogga var vön að ganga frá á neðri hæðinni fyrir nóttina.. en við efri hæðinni. Þegar ég kom niður á morgnanna til þess að fara í¬ sturtu skildi ég ekkert í¬ því af hverju allir gluggar voru lokaðir í góða veðri. ͬ fyrrakvöld vorum við eitthvað að dútla niðri. Magnús var að steypa meðfram garðhurðinni og ég að pússa þröskulda. Ekki meira um það en ég er auðvitað með alla glugga opna og allt uppljómað í húsinu. Svo skellum við okkur í¬ sturtu, lokum inn á bað, í¬ pottinn og fórum svo að sofa.... Nú þegar ég vaka um morguninn með hárið í allar áttir af því ¬ það hafði verið blautt þegar ég sofnaði skellti ég mér niður til að láta að láta flókana renna úr hárinu í sturtunni. OMG..... “það hefur verið framið fjöldamorð hér “ var það fyrst sem ég hugsa þegar ég opnaði herbergisdyrnar. Baðið, vaskurinn, gólfið... það var svart af dauðum flugum... og ég er ekki að ýkja... ég hef aldrei áður séð svona margar dauðar flugur áður... Á leið minni upp stigann hugsaði ég “það hlýtur eitthvað mikið að vera að þarna á baðherberginu” og ég sá fyrir mér uppbrotið klósett og meiri steypuvinnu. Settist svo á rúmstokkinn hjá honum Magnúsi mí¬num til þess að segja honum varlega frá þessum hörmungum. En það koma bar hátt og skýrt “ Magnús baðherbergið er gjörsamlega fullt af dauðum flugum ... er þetta eðlilegt” ? “Já Heiða mí¬n ef það hefur verið kveikt á baðherberginu og glugginn opin. Það var allavega allt fullt af mýi þegar ég fór út í ¬ fjós í ¬ nótt... og þær sækja í¬ ljósið”.... Ég get sagt ykkur að ég lokaði glugganum í gær og slökkti ljósið.........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gaman saman

Höfundur

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving

Heiða Björg er mamma, amma, húsmóðir og leikskólakennari  sem er nýflutt úr borginni í sveitasælu á suðurlandi.

Það er svo margt skemmtilegt sem hún er að upplifa og  hún hefur mikla þörf fyrir að skrifa um það sem á daga hennar drífur og er þá ekki bara eins gott að leyfa því að flakka.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eyfjaferð Fo-95 013
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 202
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 242
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 173
  • FO 95                  í Eyjum 2009 1 2 206

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 54954

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband